Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 150

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 150
Bjöm Magnússon meistarans, eins og síðar kom á daginn að raun varð á í kirkjunni, að hún tók önnur verðmæti fram yfir fjársjóð lítillætisins, sem í guðsríki gildir. Alveg eins snýr Jesús við mati manna á völdum og yfirráðum. „Þér vitið, að þeir, sem talið er að ríki yfir þjóðunum, drottna yfir þeim, og höfðingjar þeirra láta þær kenna á valdi sínu; en eigi er því svo farið yðar á meðal, en sérhver sá, er vill verða mikill yðar á meðal, hann skal vera þjónn yðar, og sérhver sá, er vill yðar á meðal vera fremstur, hann skal vera allra þræll” (Mk. 10,42nn). Maðurinn nær mestum völdum í guðsríkinu með því að þjóna öllum, eins og Jesús sjálfur gaf jafnvel lff sitt fyrir aðra, því að sterkasta aflið þar er hinn sjálfsfórnandi kærleikur. Þetta sama kemur raunar einnig fram í orðum fjallræðunnar um að rísa ekki gegn meingerðamanninum. Það er hin sigursælasta leið eftir gildismati guðsríkisins, því að sá er þar mestur, sem öllum þjónar, og sá, sem beitir ofbeldi, bíður við það tjón á sálu sinni, þar sem aftur hinn, sem líður ofbeldi án þess að láta það leiða sig til að svara í sama lit, vex af því og færist nær Guði. Hér verða ekki talin fleiri dæmi um það, hvernig siðakenning Jesú krefst nýs mats á gildi allra hluta. Þessi dæmi nægja til að sýna það ljóslega, að hinn hreini tilgangur, er liggja skal að baki allri siðgóðri breytni, er samfélagið við föðurinn, og efling þess samfélags, þar sem vilji hans fær að verða allt í öllu. Það er fullkomnun guðsríkisins, sem allt skal miða að, og gildi hlutanna skal medð eftír hæfni þeirra til að stuðla að því, að því marki verði náð. Hér snertast á mjög eðlilegan hátt siðgæði einstaklingsins og hagur heildarinnar, enda hlýtur svo að vera, svo framarlega sem fullnægja skal því skilyrði siðgóðrar breytni, að einstaklingurinn víki fyrir heildinni, ef árekstur verður. Kristindómurinn nemur brott þann árekstur, með hinu nýja matí sínu á gildi hlutanna, þar sem einstaklingurinn nær einmitt æðstri fullkomnun og sælu, þegar hann gefur sig í þágu heildarinnar. Um það verður rætt sérstaklega síðar. En fyrst mun ég snúa mér að fullkomnun siðgæðis einstaklingsins, eins og það birtist í hinu frjálsa siðgæði guðsbarnsins. 3) Siðgæði frelsisins Jesús bar ótakmarkað traust til mannlegra möguleika. Hin raunsæa bjartsýni hans gerði honum sjálfsagt og eðlilegt að gera hinar ýtrustu kröfur til mannanna, um það að uppfylla á sjálfum sér þann tílgang, sem Guð hafði sett þeim: hina guðlegu fullkomnun. „í raun og veru er hinn heilagi maður aðeins sá, sem tekur líf sitt alvarlega og vill ekki gera sig ánægðan með neitt minna en hið besta. Að keppa eftír heilagleik er að setja sér fullkomnun að takmarki” (Brown: God, bls. 23). En þeirri fullkomnun verður ekki náð með neinum þvingunarráðstöfunum. Það er engan hægt að neyða inn í guðsríkið, eða knýja fram hið góða í mönnunum með utan að komandi lögmálsboðum. Hið sanna siðgæði, hið eina, sem hefur gildi til að þroska manninn og gera hann hæfan til guðsríkisins, er hið frjálsa siðgæði, sem kemur innan að, fyrir frjálsa 148
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.