Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 153

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 153
Sérkenni kristindómsins og hin siðfrjálsa breytni. Og það sem meira er um vert: Öll lífsskoðun kristindómsins byggist á hinu sama. En eitt atriði mun vera rétt að endurtaka í þessu sambandi: Siðgæði guðsríkisins er hugsjón, sem er ekki enn orðin að veruleika, nema að litlu leyti, og meðan menn hafa ekki enn uppfyllt skilyrðin fyrir því, að hið frjálsa siðgæði guðsríkisins sé þeirra eiginleg eign, þá eru þeir enn bundnir við lögmálsboð og -bönn; meðan þeir hafa ekki lögmál Guðs í eigin brjósti, eða nákvæmar orðað, að því leyti, sem þeim er ekki eðlilegt að hlýða boðum Guðs, þá er þeim hollara, vegna mannlegs skipulags og vegna eign velferðar, að hlýða þeim sem þvingandi nauðsyn. Þetta virðist mér ég verða að gefa þeim eftir, sem vilja halda fram nauðsyn hins ytra lögmáls, og segir mér þó hugboð mitt, að þar hefði meistarinn verið djarfari og sagt, einnig í því tilfelli: Vei yður, þér hræsnarar; En mig skortir hugrekki hans og trú til að fullyrða það. En það er mér augljóst, að mikið skortir á, að það siðgæði, sem á slíkri sambræðslu er byggt, standi jafnfætis hinu frjálsa siðgæði guðsríkisins. Þeir, sem fylgja smástöfunum og stafkrókunum eru enn þrælar syndarinnar, ófrjálsir í allri breytni sinni, sífellt takandi tillit til þessa eða hins utan þess sem er þeim eiginlegast, þvingaðir af nauðsyn ul að gera það, sem þeim er annað hvort í raun og veru óþarft, og gildislaust ef ekki skaðlegt, eða sem þeim er ekki enn orðið eiginlegt, enda þótt það miði til heilla, af því að þá skortir enn það frelsi siðgæðisins, sem hið nýja gildismat guðsríkisins hefur í för með sér. Til frekari glöggvunar skal að lokum vikið nokkuð að því frá jákvæðu sjónarmiði, í hverju það frelsi er fólgið, sem vér höfum rætt um hér að framan í sambandi við siðgæði guðsríkisins. Það er raunar þegar tekið fram, að það er frelsi undan valdi syndarinnar, en jafnframt frelsi undan þvingandi boðum og bönnum lögmálstrúarbragðanna. Það er ennfremur frelsi til að láta það, sem manninum er eiginlegast og eðlilegast, ráða í breytni hans. Það er frelsi í hinu góða. En er þetta þá hið æðsta frelsi? Vissulega, svo framarlega sem maðurinn er sonur himneska föðurins. Sá, sem þykist njóta frelsis, með því að fara efur fýsnum efnislíkama síns eða hins lægra eðlis, án tillits dl hinna æðri þarfa mannsandans, hann hreppir ekki frelsi, heldur hinn argasta þrældóm, hann er ófrjáls gagnvart þeim hlutum, sem hann þykist njóta, háður þeim í nautn sinni, og því lengra sem hann gengur á þeirri braut, því bundnari verður hann og því fjarri því, að hann hljóti fullnægingu þess, sem best er í honum sjálfum. En sá hins vegar, sem lært hefur hið nýja gildismat guðsríkisins, og breytir samkvæmt því, með því að keppa eftir þeim hlutum fyrst og fremst, sem hafa varanlegt gildi fyrir mannssálina, tílknúinn af innri þörf einni til að lifa samkvæmt vilja hins algóða Guðs, sem hann hefur gert að sínum vilja, hann er frjáls gagnvart öllu því, sem hinn þjáist undir; hann sækist ekki eftir neinu því, sem er fyrir utan hann sjálfan, heldur finnur hann sjálfan sig í því að gefa sjálfan sig í þjónustu fyrir aðra. Því að siðgæði einstaklingsins fullkomnast fyrst í samfélagi bræðra hans, í gagnkvæmri þjónustu. Slíkt er ekki þvingun þeim, sem er sonur hins algóða, himneska 151
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.