Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 153
Sérkenni kristindómsins
og hin siðfrjálsa breytni. Og það sem meira er um vert: Öll lífsskoðun
kristindómsins byggist á hinu sama.
En eitt atriði mun vera rétt að endurtaka í þessu sambandi: Siðgæði
guðsríkisins er hugsjón, sem er ekki enn orðin að veruleika, nema að litlu
leyti, og meðan menn hafa ekki enn uppfyllt skilyrðin fyrir því, að hið
frjálsa siðgæði guðsríkisins sé þeirra eiginleg eign, þá eru þeir enn
bundnir við lögmálsboð og -bönn; meðan þeir hafa ekki lögmál Guðs í
eigin brjósti, eða nákvæmar orðað, að því leyti, sem þeim er ekki eðlilegt
að hlýða boðum Guðs, þá er þeim hollara, vegna mannlegs skipulags og
vegna eign velferðar, að hlýða þeim sem þvingandi nauðsyn. Þetta virðist
mér ég verða að gefa þeim eftir, sem vilja halda fram nauðsyn hins ytra
lögmáls, og segir mér þó hugboð mitt, að þar hefði meistarinn verið
djarfari og sagt, einnig í því tilfelli: Vei yður, þér hræsnarar; En mig
skortir hugrekki hans og trú til að fullyrða það. En það er mér augljóst,
að mikið skortir á, að það siðgæði, sem á slíkri sambræðslu er byggt,
standi jafnfætis hinu frjálsa siðgæði guðsríkisins. Þeir, sem fylgja
smástöfunum og stafkrókunum eru enn þrælar syndarinnar, ófrjálsir í
allri breytni sinni, sífellt takandi tillit til þessa eða hins utan þess sem er
þeim eiginlegast, þvingaðir af nauðsyn ul að gera það, sem þeim er annað
hvort í raun og veru óþarft, og gildislaust ef ekki skaðlegt, eða sem þeim
er ekki enn orðið eiginlegt, enda þótt það miði til heilla, af því að þá
skortir enn það frelsi siðgæðisins, sem hið nýja gildismat guðsríkisins
hefur í för með sér.
Til frekari glöggvunar skal að lokum vikið nokkuð að því frá jákvæðu
sjónarmiði, í hverju það frelsi er fólgið, sem vér höfum rætt um hér að
framan í sambandi við siðgæði guðsríkisins. Það er raunar þegar tekið
fram, að það er frelsi undan valdi syndarinnar, en jafnframt frelsi undan
þvingandi boðum og bönnum lögmálstrúarbragðanna. Það er ennfremur
frelsi til að láta það, sem manninum er eiginlegast og eðlilegast, ráða í
breytni hans. Það er frelsi í hinu góða. En er þetta þá hið æðsta frelsi?
Vissulega, svo framarlega sem maðurinn er sonur himneska föðurins. Sá,
sem þykist njóta frelsis, með því að fara efur fýsnum efnislíkama síns eða
hins lægra eðlis, án tillits dl hinna æðri þarfa mannsandans, hann hreppir
ekki frelsi, heldur hinn argasta þrældóm, hann er ófrjáls gagnvart þeim
hlutum, sem hann þykist njóta, háður þeim í nautn sinni, og því lengra
sem hann gengur á þeirri braut, því bundnari verður hann og því fjarri
því, að hann hljóti fullnægingu þess, sem best er í honum sjálfum. En sá
hins vegar, sem lært hefur hið nýja gildismat guðsríkisins, og breytir
samkvæmt því, með því að keppa eftir þeim hlutum fyrst og fremst, sem
hafa varanlegt gildi fyrir mannssálina, tílknúinn af innri þörf einni til að
lifa samkvæmt vilja hins algóða Guðs, sem hann hefur gert að sínum vilja,
hann er frjáls gagnvart öllu því, sem hinn þjáist undir; hann sækist ekki
eftir neinu því, sem er fyrir utan hann sjálfan, heldur finnur hann sjálfan
sig í því að gefa sjálfan sig í þjónustu fyrir aðra. Því að siðgæði
einstaklingsins fullkomnast fyrst í samfélagi bræðra hans, í gagnkvæmri
þjónustu. Slíkt er ekki þvingun þeim, sem er sonur hins algóða, himneska
151