Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 165

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 165
Sérkenni kristindómsins ekki leitt til neinnar lausnar, heldur skapar sífelld ný vandræði og aukinn órétt. Þetta virðist vera að renna upp einnig fyrir hernaðarþjóðunum, en ef til vill læra þær ekki til fulls að fara veg friðarins í úrlausn deilumála sinna, fyrr en þær hafa enn orðið að gjalda stór afhroð fávisku sinnar og fjandskapar í nýrri heimsstyrjöld. Hér sem endranær á bræðralagshugsjón kristindómsins erfitt uppdráttar, en þó er vafasamt, hvort hún stendur á öðrum sviðum nær framkvæmdum í heiminum. Hugsjón fjallræðunnar um ofbeldisleysi og algildi hins skilyrðislausa kærleika verður að ríkja í viðskiptum þjóðanna ekki síður en einstaklinganna. „Upp af því hugarfari hlýtur að vaxa skipulag heimsins. Þegar til lengdar lætur munu ofbeldis stjórnmálamenn allra þjóða verða sigraðir af þessum anda fjallræðunnar, eins og ofbeldið í skipulagi þjóðanna, í viðskiptum og stjórnmálum mun verða sigrað af honum, og hneigist þegar í áttina til hans” (Weinel: Bergpredigt, bls. 105). Um bræðralag manna innbyrðis verður annars að gilda það sama, sem þegar hefur sagt verið að framan um hið frjálsa siðgæði einstaklingsins; það verður að spretta upp úr hugarfarinu, vera sjálfkrafa birting þess anda, sem innifyrir býr. Þetta má ekki gleymast, því að ef ekki er tekið tillit til þess, er hætt við, að úr bræðralaginu verði þvingun, nýtt ofbeldi. Það þýðir þó ekki, að ekki megi berjast gegn ofbeldinu, heldur það, að sú barátta verður, ef hún á að verða sigursæl, að vera knúin fram af hreinni samúð til alls, sem lifir, og beita vopnum kærleikans, en ekki ofbeldisins. Kærleikurinn einn getur vakið kærleika og bræðralag. Með þolgóðri þjónustusemi einni verður guðsríkið stofnað á jörðu. „Aðeins fyrirgefandi kærleikur, gmndvallaður á iðrun, er fær um að lækna fjandskapinn milli þjóðanna. En það stig kærleika er ómöguleiki fyrir þjóðirnar. Það er mjög sjaldgæft að einstaklingar nái því; og hugur og hjarta mannsins sem heildar er áþreifanlega fátækari að ímyndunarafli en mannsins sem einstaklings” (Niebuhr: An Interpretation of Christian Ethics, bls. 139). Þessi höfundur leggur í þessari nýútkomnu bók sinni mikla áherslu á „ómögulegan möguleika” (impossible possibility) kristilegs siðgæðis og virðist því nokkuð svartsýnn á framkvæmd þess. En athugasemd hans er réttmæt að því, að hún sýnir, hve markið er hátt og enn fjarri. Þannig stöndum vér hér enn gagnvart hinu reginstóra verkefni guðsríkisins, og finnum hversu stórfenglegt og ofar öllu öðru er það hlutverk, sem Kristur hefur fengið oss að leysa, og hugsjón hans slík, að hún fullnægir sífellt vaxtarþörf og framsækni mannsandans, hversu hátt sem hann nær. 3) Samfélag heilagra Nú hefur verið rætt um félagshugsjón kristindómsins, og einkum litið á þá breytingu, sem það myndi hafa í för með sér á hin ytri samskipti mannanna, ef sú hugsjón næði fram að ganga. Þannig hefur verið bent til þess marks, sem næst er á þeirri braut. En hitt hefur og verið tekið skýrt fram, og skal nú betur undirstrikað að þessi breyting er haldlaus og nær hvergi nærri tilgangi sínum, nema að baki liggi sá andlegi þroski, sem 163
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.