Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 179
Sérkenni kristindómsins
manninum, og krefst útrásar í félagsskap bræðra hans og systra. Þar með
er ekki sagt, að ekki skuli vanda til hans eftir föngum, slíkt verður
sjálfkrafa, þar sem menn finna að þeir fara með sitt helgasta málefni, en
hið ytra má aldrei kefja eða fela andann, sem inni fyrir býr.
b) Frjáls iðkun trúarinnar
Sú frjálsa iðkun trúarinnar, sem kemur til greina í þessu sambandi sem
trúarlífsboðun, er eingöngu sameiginlegar trúariðkanir, sem menn hafa
um hönd af frjálsri þörf, án þess að um skipulega safnaðarstarfsemi sé að
ræða, eins og í guðsþjónustum. Um hana gildir annars það sama sem sagt
hefur verið um guðsþjónustuna, að til þess að þar sé um að ræða æfingu
og styrkingu í trúarsamlífinu við Guð, veltur allt á því, að það sem, um
hönd er haft, sé sprottið upp úr hreinni þörf hjartans, og hvergi sé rúm
fyrir blekkingu og hræsni. Þessa á að vísu að vera auðgættara þegar um
er að ræða frjálsa iðkun trúarlífsins, þar sem ekki er um nein fyrirfram
ákveðin form að ræða, en þó er nauðsyn að vera vel á verði, því mjög
hættir slíkum samkomum við að stirðna í sama formi og þær hafa einu
sinni fengið á sig, þótt ekki sé það fest á pappír, ef ekki er lifandi andi
fyrir hendi til að blása stöðugt í þær nýju lífi. Þannig er vitanlega
guðsþjónustuform kirkjunnar upprunalega til orðið, því að í byrjun var
öll sameiginleg trúariðkun kristinna mann frjáls, þótt áhrif frá
gyðingdómnum hafi vitanlega átt sinn þátt í því að móta það form, er
síðan festist, og hefur aðeins tekið hægum breytingum gegnum aldirnar.
Sé þess gætt, að láta slíkar guðræknissamkomur aldrei tapa því lífi, sem
upphaflega hrindir þeim af stað (sé ekki um hreina hóphræsni að ræða),
þá geta þær haft ómetanlega mikið gildi sem skóli í kristilegu trúarlífi. Er
sérstaklega æskilegt að presturinn geti myndað með söfnuðinum slíkan
„innri hring”, er myndi kjarna safnaðarins, en aðeins má þar ekki komast
að nein útilokunarstefna, heldur verður öllum að vera heimil þátttaka í
honum, sem þess óska, svo kraftur trúarinnar megi útbreiðast til sem
flestra. Og forðast verður einnig, að sá hópur líti á sig sem meiri eða
betri guðsbörn en aðra safnaðarlimi, enda mundi allur hroki og sjálf-
byrgingsskapur gjörsamlega ónýta hinn sanna tilgang slíkrar starfsemi: að
komast í samband við hinn himneska föður, því að það veitist ekki öðrum
en þeim, sem eru fátækir í anda og hjartahreinir.
En fyrir utan slíka hópa, meira eða minna fasta og með meira eða
minna reglubundnum fundum, koma hér ekki síður til greina tilfallandi
mót, „þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í nafni Krists”, og þeir
eiga sameiginlegar bænastundir eða hugleiðslu. Slíkar stundir geta verið á
við hina bestu prédikun, og jafnvel ógleymanlegar. Getur presturinn oft
fengið tilefni til þess, er hann sinnir sálgæslustörfum sínum, og þarf þar
ekki alltaf að vera um að ræða bæn í orðum, því stundum er þögnin
mælskari en nokkur orð. Og hin sameiginlega reynsla, sem fengin er af
slíkum stundum, er hin besta boðun trúarinnar, sem hugsast getur, því að
þar er trúin sjálf að verki, og ber sér vitni, sjálfkrafa og tilgerðarlaust,
12
177