Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 180
Bjöm Magnússon
sem síðar getur orðið að sáðkorni trúarinnar til annarra manna, og borið
margfalda ávöxtu. Þannig mun oftast vera, ef í einlægni er starfað,
auðmýkt og hreinskilni.
Hver eru rök fyrir þessari aðferð, að dómi reynslunnar? Það er ekki
hægt að sanna tilveru trúarlífsins, frekar en það er hægt að sanna lífið
sjálft. Fyrir þeim, sem ekki hafa reynt það, er það heimska og blekking.
Fyrir þeim, sem reynt hafa, er það hinn sjálfsagðasti hlutur, sem til er, og
þeim dettur ekki í hug að efast um, frekar en lífið sjálft. Það verður ekki
sannað né kennt, heldur lifað (Sbr. Pfenningsdorf: Prakt. Theo. bls 272).
Og að það líf megi glæða í mönnunum, byggist á því, að í þeim öllum er
neisti þess, sem finnur til skyldleika síns við hið guðlega, þegar hann
kemst í snertingu við það. Vakning trúarlífsins er því viljaatriði, og hefur
í för með sér breytta afstöðu mannsins, ekki aðeins til Guðs, heldur og til
annarra manna. „Verkefnið er að láta renna saman ósvikna trú og
víðfeðma mannelsku; að halda mönnum í hinu nánasta samfélagi við Guð
og við náunga sína: að fylla stundir þess lífs, sem nú er, með krafti þess
lífs, sem engan enda tekur.” (Gladden, bls. 120). Þá er guðsríkið komið
með krafti. Einnig það má hvetja, og til þess eru áhrifaríkust sjálf verk
guðsríkisins. Þá boðun guðsríkisins verður minnst á í næstu grein.
3) Boðun guðsríkisins
Jesús hóf starfsemi sína á því að boða nálægð guðsríkis, og þegar menn
komu til hans og vildu fylgja honum, þá sagði hann við þá: Far þú og
boða guðsríki. 011'kristindómsboðun er í rauninni guðsríkisboðun, því
bæði boðun orðsins og boðun trúarinnar eiga að stuðla að því að guðsríki
komi. En guðríki er raunar fólgið í kristilegu lífi, sem starfar í kærleika.
Það er guðssamfélagið verkandi meðal bræðranna. Þess vegna er réttmætt
að tala, eins og hér er gert, um boðun guðsríkisins í þrengri merkingu,
sem boðun í verki, framkvæmd þessa bræðralags í samfélagi manna. Slík
var líka aðferð Jesú og fyrstu lærisveina hans. Ekkert hefði verið fjær
honum en teóretiskar kenningar um guðsríkið eða það guðssamfélag, sem
ekki lýsti sér í starfandi bróðurelsku. Enginn boðun kristindómsins getur
verið áhrifaríkari en að leiða hann inn í hið daglega líf mannana.
Sú boðun kristindómsins, sem á að gæta allra sérkenna hans jafnt,
verður því alltaf öðrum þræði að vera boðun í verki, tilraun til að gera
guðsríkið að veruleika meðal manna. „Kristindómurinn er ekki aðeins
fyrir sunnudaga og bænassamkomur, fyrir svefnherbergi og dánarbeð;
hann er fyrir búðir og afgreiðslustaði, skrifstofur og verksmiðjur, eldhús
og setustofu, torg og ráðhús. Nema hann hafi vald til að stjórna öllum
þessum margbreytilegu störfum manna er hann minna en ekkert og
hégómi; því fyrr sem heimurinn er laus við hann, því betra” (Gladden,
bls. 113). Hér er ríkt kveðið að orði, en þó ekki um of, því sú starfsemi,
er vill umbæta allt í orði, en sýnir enga viðleitni á borði, er verri en
ekkert, og slíka menn, sem þannig fóru að, kallaði Jesús hræsnara.
Kirkjan, með sinn háleita boðskap um bræðrasamfélag manna, hefur því
178