Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 183

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 183
Sérkenni kristindómsins og með stofnun barna- og fávitahæla, sem kirkjan hefur sjálf beitt sér fyrir, þótt í smáum stíl sé. Þessi byrjun sýnir, að íslensku kirkjunni er ljóst, hvert stefna ber, en getan er smá, og má það þó ekki verða til þess, að slegið sé af hugsjóninni eða markið sett lægra, heldur þarf andinn að brenna því heitar, sem efnin eru rýrari. Að þessu kristniboði ber að vinna ekki einungis með því, að kirkjan setji á fót sérstakar stofnanir, sem reknar séu í hennar nafni, eða vinni sjálfstætt að lausn vandamála þjóðfélagsins. Slíkt getur að vísu oft verið æskilegt, og sjálfsagt, ef ekki er um aðra slíka starfsemi að ræða, að kirkjan taki þá forystuna eða framkvæmd alla í sínar hendur; en hins vegar getur það beinlínis verið skaðlegt, að kirkjan setji á stofn sérstakar stofnanir þar sem aðrar slíkar eru fyrir og vel starfi sínu vaxnar. Þá er ekki rétt að kirkjan keppi við aðra, heldur leiti samvinnu og samhjálpar við aðra aðilja. Eins er það í opinberum málum. Það er ekki víst, að það sé heppilegasta leiðin, að kirkjan stofni sérstakan flokk, er keppi við aðra um framkvæmd félagslegra umbóta. Það getur verið nauðsynlegt, ef aðrir flokkar sýni sig óhæfa til þess, en jafnarðarlegast mun það vera heppilegast, að kirkjan snúist jafnan á sveif með hverju góðu máli, sem fram er flutt á kristilegum grundvelli (þ.e. með það fyrir augum að ná í einhverju atriði hugsjón guðsríkisins, hvort sú viðleitni er vitandi eða ekki), og ljái því liðsinni sitt til sigurs, en berjist hins vegar gegn þeim málum, er í gagnstæða átt leiða. Með þessu er sagt, að kirkjan, sem stofnun að boðun guðsríkisins, á að skipta sér af stjórnmálum. Mörgum hrýs hugur við því, af því að í baráttu stjórnmálanna sé beitt óhlut- vöndum vopnum, en er slíkt ekki einmitt ástæða fyrir kirkjuna til að skipta sér af þeim vopnaviðskiptum, og bera klæði á þau vopn, sem skaða gott málefni? Það er hlutverk hennar að kenna mönnum réttar starfsaðferðir einnig í þeim málum. Hún á alls staðar að vera á undan. Lægra mark hæfir ekki kirkju Krists. 2. Kristindómsboðun meðal ókristinna þjóða Það sem hefur verið sagt hér að framan um kristindómsboðun meðal kristinna þjóða, á í öllum meginatriðum við einnig um kristniboð í hinni þrengri merkingu þess orðs, og verður því ekki fjölyrt hér um þá hlið kristindómsboðunarinnar. Einnig gagnvart þeim, sem eru ekki aldir upp í kristnum sið, gildir sú meginregla, að lögð sé jöfn áhersla á boðun hinnar kristilegu þekkingar, efling hins kristilega trúarlífs, og framkvæmd hins kristilega siðgæðis og bræðralags. Það kann að vísu á ýmsum stöðum að vera þörf á að brýna einn þátt fyrir mönnum frekar en annan, ef að þjóðin, sem um er að ræða, er tíl dæmis á sérstaklega lágu siðgæðisstigi, en stöðugt verður að hafa það í huga, að miða að því að fullt jafnvægi fáist, þannig að upp af hinni kristilegu þekkingu spretti sjálfkrafa hið kristilega trúarlíf, sem síðan ber ávöxt í kristílegu líferni. Vandamál hinna einstöku trúboðssvæða eru vitanlega mörg og sundurleit, en ekki 181
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.