Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 183
Sérkenni kristindómsins
og með stofnun barna- og fávitahæla, sem kirkjan hefur sjálf beitt sér
fyrir, þótt í smáum stíl sé. Þessi byrjun sýnir, að íslensku kirkjunni er
ljóst, hvert stefna ber, en getan er smá, og má það þó ekki verða til þess,
að slegið sé af hugsjóninni eða markið sett lægra, heldur þarf andinn að
brenna því heitar, sem efnin eru rýrari.
Að þessu kristniboði ber að vinna ekki einungis með því, að kirkjan
setji á fót sérstakar stofnanir, sem reknar séu í hennar nafni, eða vinni
sjálfstætt að lausn vandamála þjóðfélagsins. Slíkt getur að vísu oft verið
æskilegt, og sjálfsagt, ef ekki er um aðra slíka starfsemi að ræða, að
kirkjan taki þá forystuna eða framkvæmd alla í sínar hendur; en hins
vegar getur það beinlínis verið skaðlegt, að kirkjan setji á stofn sérstakar
stofnanir þar sem aðrar slíkar eru fyrir og vel starfi sínu vaxnar. Þá er
ekki rétt að kirkjan keppi við aðra, heldur leiti samvinnu og samhjálpar
við aðra aðilja. Eins er það í opinberum málum. Það er ekki víst, að það
sé heppilegasta leiðin, að kirkjan stofni sérstakan flokk, er keppi við aðra
um framkvæmd félagslegra umbóta. Það getur verið nauðsynlegt, ef aðrir
flokkar sýni sig óhæfa til þess, en jafnarðarlegast mun það vera
heppilegast, að kirkjan snúist jafnan á sveif með hverju góðu máli, sem
fram er flutt á kristilegum grundvelli (þ.e. með það fyrir augum að ná í
einhverju atriði hugsjón guðsríkisins, hvort sú viðleitni er vitandi eða
ekki), og ljái því liðsinni sitt til sigurs, en berjist hins vegar gegn þeim
málum, er í gagnstæða átt leiða. Með þessu er sagt, að kirkjan, sem
stofnun að boðun guðsríkisins, á að skipta sér af stjórnmálum. Mörgum
hrýs hugur við því, af því að í baráttu stjórnmálanna sé beitt óhlut-
vöndum vopnum, en er slíkt ekki einmitt ástæða fyrir kirkjuna til að
skipta sér af þeim vopnaviðskiptum, og bera klæði á þau vopn, sem skaða
gott málefni? Það er hlutverk hennar að kenna mönnum réttar
starfsaðferðir einnig í þeim málum. Hún á alls staðar að vera á undan.
Lægra mark hæfir ekki kirkju Krists.
2. Kristindómsboðun meðal ókristinna þjóða
Það sem hefur verið sagt hér að framan um kristindómsboðun meðal
kristinna þjóða, á í öllum meginatriðum við einnig um kristniboð í hinni
þrengri merkingu þess orðs, og verður því ekki fjölyrt hér um þá hlið
kristindómsboðunarinnar. Einnig gagnvart þeim, sem eru ekki aldir upp í
kristnum sið, gildir sú meginregla, að lögð sé jöfn áhersla á boðun hinnar
kristilegu þekkingar, efling hins kristilega trúarlífs, og framkvæmd hins
kristilega siðgæðis og bræðralags. Það kann að vísu á ýmsum stöðum að
vera þörf á að brýna einn þátt fyrir mönnum frekar en annan, ef að
þjóðin, sem um er að ræða, er tíl dæmis á sérstaklega lágu siðgæðisstigi,
en stöðugt verður að hafa það í huga, að miða að því að fullt jafnvægi
fáist, þannig að upp af hinni kristilegu þekkingu spretti sjálfkrafa hið
kristilega trúarlíf, sem síðan ber ávöxt í kristílegu líferni. Vandamál
hinna einstöku trúboðssvæða eru vitanlega mörg og sundurleit, en ekki
181