Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 9
MÚLAÞING
7
ég sýni eigi aðrar en þær sem eru fast við búðimar, þá í höfðanum og nokkrar
í Smiðjulág. Höfðinn liggur í stórþýfðri dæld fram við Fljótið, sem nú er öll
vaxin lyngi og fjalldrapa og hvergi blásin. Bakvið liggur samfelldur ás sem
vegurinn nú liggur eptir, en tii foma hefir hann legið neðan undir ásnum milli
hans og höfðans og af honum götuslóðar til búðanna.
Stærstu búðimar hafa staðið í skjóli fyrir hafvindumundir jaðrinum, er gengr
niðr, til Fljótsins að telja, úr aðalhöfðanum, en dómhringurinn, ef það annars
er dómhringur, stendur uppí jaðars-endanum, og hefir verið niðurgrafinn með
nokkmm garði í kring; hann er kringlóttur og víðar dyr til suðvesturs; þar hefir
verið vígi nokkurt; tóptin er í þvermál 4 faðmar eða litlu meira. Milli Lagarins
og jaðarsendans standa 3 tóptir og engar götur að; má vera að sjeu búðir manna
austan yfir Lagarfljót eða þá Fjarðamanna. Uppi undir ásnum standa og enn 3
búðir, sem vera má að sjeu búðir Jökuldæla eða annara.Upphéraðsmanna. Ein
búð stendur sjer inn frá höfðanum og engar götur að> hún mun vera austan yfir
Fljót. 2 tóptir em og enn milli búðanna undir höfðajaðrinum og stöku tóptarinnar,
en hvort það em búðir eða eigi þori ég eigi að segja, enda brotið af annari, og
stendur hún rjett á mörkum seilunnar og stórþýfisins; hún er breiðari en búða-
tóptimar, sem allar em milli ytri veggjabrúna fram að 3 föðmum og á lengd milli
ytri stafna-brúna frá 4 - 7 faðmar. Búðimar em talsins 14. í svokallaðri Smiðjulág
út frá höfðanum er tvöföld tópt, er enn í dag er kölluð smiðjutópt; emþað gömul
munnmæli og líkleg, að þar hafi verið gjört við vopn manna, hafi stærra húsið
verið haft til að geyma í kolin og vopnin, en afhýsið fyrir smiðju (til þess smiðju-
tóptin sæist er hún höfð nær höfðanum en vera á; sama er að segja um Krakalæk-
inn; hann á að vera hjemmbil helmingi fjær, hitt allt mun nærri lagi). Dögurðar-
gerði heitir næsti bær inn frá Vífilsstöðum með Fljótinu; þar áttu þingmenn af
Upphjeraði að taka dagverð áður þeir riði á þing. Dymar hefi ég sett á búða-mynd-
imar þar sem mjer sýndust þær helst vera og aðeins ein, fremsta búðin uppi
undir ásnum hefir verið tvískipt og dyr á miðjum millivegg fram í fram-búðina;
engar em búðatóptimar blásnar og allar vaxnar töðugresi; engin líkindi em heldur
til að við þeim hafi verið hróflað, því að þær em svo langt frá bæjum, og aldrei
hefir hjer stekkur verið hafður í mannaminnum. Hvergi gat ég fundið garðlag í
nánd við höfðann, og engin önnur mannvirki.
Ein mannsbein kvaðst bóndinn á Straumi vita til að hefðu fundist í Straums-
landi; þau vom blásin upp úr holti nokkru, en eigi í nánd við höfðann; engar
leyfar fundust hjá beinunum af vopnum.
þinn í vinarhug
ÞKjerulf
Efst ábréfinustendurmeð hendi Sigurðar Vigfússonar: Þorvarðr Kjerulf-fylgiruppdrátt-
ur af Krakalækjaþingi.