Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 13
MULAÞING
11
sumars, þá voru lömbin tekin frá þeim, og þá vorum við látin sitja yfir
þeim alltaf, bæði sem sagt nótt og dag, alltaf til tólf og eitt á kvöldin
og upp aftur klukkan 6 og venjulega setið yfir á daginn.
Þá hafa engar girðingar verið?
Nei.
Hvernig kvíar voru notaðar?
Bara timburkvíar, grindur, færigrindur sem voru færðar um. Svo
þegar áliðið var orðið og búið að slá túnið, þá voru settar stærri grindur
í og ærnar látnar liggja í þeim á nóttunum. Áður voru þær hýstar í
húsum.
Var ekki algengt á Jökuldal að nota færikvíar?
Jú jú, yfirleitt var það. En svo var víða, t. d. á Eiríksstöðum - þar
var stór nátthagi sem þær voru hafðar í á nóttunum. Þar voru þær ekki
hafðar í færikvíum eins og á Vaðbrekku og t. d. á Aðalbóli.
Var svo gert smjör og ostur?
Já, það var gert og skyr, og það var selt. Það var voðalega mikið
sótt skyr og ostar austan úr Fljótsdal í Vaðbrekku. Eg man eftir því.
Þeir komu með strokka og keröld sem þeir sóttu skyr í. Svo bjó fólkið
mikið að þessu. Það voru aldrei minna en tvær skyrtunnur stórar til
vetrar.
Þá hefur ekki verið komin skilvinda?
Jú.
Ekki trog?
Nei nei. En ég man eftir að ég sá trog, svona bakka, en þeir voru
aðallega notaðir til að hleypa í þeim skyr o. fl. Þau voru með tappa
og hleypt undan.
Það hefur auðvitað verið mikil vinna við sláturgerð á haustin í Hrafn-
kelsdal?
Já já. Féð var rekið á Seyðisfjörð ogslátrið flutt til baka í klyfjum.
Var ekki margt fólk?
Nei, það var nú ekki. Hann hafði einn vinnumann og svo vorum við
krakkarnir þrjú þarna í heimilinu, Una heitin systir mín og Gunnar
Halldórsson fósturbróðir okkar. Hann býr suður í Reykjavík.
Manstu hvað slátrið var mikið?
Nei, það man ég nú ekki, en það hafa aldrei verið minna en tvö
olíuföt.
Voru ekki súrsaðir bringukollar af sauðum?
Jú jú, bringukollar og lundabaggar og allt svoleiðis. Það var oft
geymt mikið af því í skyri. Það þótti mjög gott. Stundum var mjólkin