Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 14
12
MÚLAÞING
dregin saman og gert tvisvar upp í fulla skyrtunnu. Mjólkin var hleypt
fyrst, og svo var hellt næsta dag á eftir.
Hvernig var hagað vetrarvinnunni?
Það var náttúrlega unnið óskaplega mikið. Þetta var allt unnið í
höndum. Það var ofið bæði nærföt og utanyfirfataefni, t. d. á Vað-
brekku. Fóstri minn óf óskaplega mikið, og þær spunnu mamma heitin
og „amma“, ég kallaði hana alltaf ömmu, móður hans. Hallgrímur
Friðriksson fóstri minn var aðalvefarinn, óf eiginlega allt. Einn vetur
óf hann fjóra vefnaði, nærfataver, utanyfirföt, hann óf teppi og eitthvað
var það fjórða sem hann óf. Allt kembt og spunnið á rokk.
Voru engar gamlar konur sem spunnu á snældu,
Nei, amma spann aldrei á snældu (eðaGuðfinna heitin), allt á rokk.
Hvað höfðuð þið ykkur aðallega til afþreyingar á kvöldvökunum?
Unglingarnir? - Þeir voru látnir dunda. Maður sleppti varla prjónun-
um. Það voru öll plögg prjónuð í höndunum handa öllum.
Pað hefur ekki verið komin prjónavél þá?
Nei nei - allt prjónað í höndum. Ég man eftir því, að það sem maður
eiginlega alltaf vaknaði við á morgnana, það var prjónaglamrið hjá
ömmu heitinni. Þá var hún sest upp í myrkrinu og farin að prjóna.
Það var semsagt allt unnið í höndum, tekið ofan af ullinni, togið unnið
sér í ýmislegt, t. d. teppi, þau voru öll unnin úr togi.
Var lesið á kvöldvökum?
Jú oft lesið. Bæði las fóstri minn og svo vinnumaður sem var þar.
Hann las oft.
Þá hefur verið haft Ijós í baðstofunni?
Já, baðstofan var í tvennu lagi og lampinn hékk rétt framan við dyrnar
á innra herberginu og fólkið var flest í frambaðstofunni. Og lesarinn sat
undir ljósinu. Þetta hélst við lengi annars staðar, þessi sögulestur á kvöldin.
Svo voru þarna náttúrlega fleiri. Það voru fleiri vinnuhjú en við, t. d.
hjón einu sinni, Sigfús og Guðbjörg hétu þau. Þau bjuggu einu sinni inni
í Heiðarseli1 og voru svo þarna eitt ár sem ég man eftir krakki.
Voru kveðnar rímur?
Nei, ekki man ég eftir því. Ekki nema það hafi verið þegar einhverjir
komu, þá var náttúrlega gleðskapur og spilað oft og einatt.
Húslestrar?
Já, þeir voru lesnir, ekki alla föstuna samt, en oft var það sem var
lesið. Fóstri minn las þá alltaf.
1 1905 - 1912. Sigfús Einarsson frá Vopnafirði og Guðbjörg Jónsdóttir úr Vestur-Skafta-
fellssýslu.