Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 15
MÚLAÞING
13
Og heimilisfólkið söng?
Já, svona þetta fullorðna sem að þarna var.
En um jól, hvað var gert til hátíðabrigða um jólin?
Það var aðallega spilað þá. Og svo var farið á milli bæja. Ég man
það vel, þegar ég var farin að stálpast, þá var það venjan að skiptast
á. Við fórum alltaf inn í Aðalból,1 amma og við krakkarnir á jólum,
en hitt kom aftur úteftir um nýár. Það var nú margt þarna á Aðalbóli,
börnin voru mörg og fólk þar.
En dansleikir?
Jú jú, það voru dansleikir, en ekki mikið um það þegar ég var á
Vaðbrekku, og ekki nema þetta fullorðna fólk sem fór þangað. Það
var aðallega þessi vinnumaður sem var þar þá, en ég man ekki mikið
eftir því að mamma færi.
Var farið í Eiríksstaði?
Já og að Aðalbóli. Það var stundum ball á Aðalbóli. Ég man eftir
því, og unglingarnir fóru þá, þessir sem voru eldri heldur en ég. Ég
var nú yngst af þessum sem voru þarna.
Hvaða músík var þá?
Það var harmonika, einföld harmonika.
Svo þú manst náttúrlega eftir þegar kom tvöföld?
Jaá. Annars var ekki mikið um það þarna uppfrá, en svo var aftur
meira um samkomur og böll þegar ég var orðin stálpuð og komin í
Eiríksstaði. Við fórum þangað þegar ég var 12 ára gömul, þá fór
mamma heitin þangað til Jóns heitins Snædals.2 Og Una systir mín fór
þangað líka. Hún var annars þarna á Vaðbrekku nema síðasta veturinn
okkar þar. Þá var hún, ég held það sé ábyggilegt, kaupakona í Hofteigi
hjá séra Haraldi.3
Og þá hafið þið komið í músíkina og sönginn á Eiríksstöðum?
Já já, þar var nú gleðskapur mikill. Jón var svo mikill gleðskaparmað-
ur, mikill gestagangur þar og . . .
Pað hafa orðið stór viðbrigði að koma innan úr Hrafnkelsdal og
þangað?
Já já. Ég man eftir því að það var kennari þarna á Eiríksstöðum,
1 Þar bjuggu I’orsteinn Jónsson, síðar á Glúmsstöðum í Fljótsdal. Hann var tvíkvæntur
og átti fjölda barna.
2 Þekktur bóndi á Eiríksstöðum 1917 -1931. Kona hans var Stefanía Carlsdóttir kaupmanns
á Stöðvarfirði.
3 Séra Haraldur Þórarinsson prestur í Hofteigi.