Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 31
MULAÞING
29
ekki missa af heimsókn gamalla vina, en bauð mér gistingu hjá þeim
hjónum til léttis fyrir heimilið á Fossi.
Daginn eftir komum við að Maríubakka, og nú var mín framtíð á
huldu eins og stundum fyrr.
Maríubakki er engan veginn í þjóðbraut og vakti nú helst fyrir mér
að komast að Kálfafelli. Hverfisfljót eru við túnfótinn á Maríubakka
og ég mæltist til að fá hjálp til að komast yfir þau og ætlaði að fara
gangandi að Kálfafelli. Það taldi fólkið mesta óráð því að það væri
svo grýtt. Þá varð mér nú hugsað heim á Berufjarðarstönd. Ekki kemst
maður langt þar án þess að stíga á stein. Rétt í þessu rennur bíll í
hlaðið. Þar er þá kominn presturinn í Asum í Skaftártungu. Hann var
vanur að ferðast á hestum, en daginn áður hafði hann dottið af baki
og síðubrotnað og treysti sér ekki til að sitja á hesti. Hann var kominn
vegna jarðarfararinnar, en hann átti líka erindi að Kálfafelli og auðvitað
fékk ég far þangað. Svona er það: „Þeim sem guðirnir elska, samverkar
allt til góðs.“ En var þetta nú ekki fullmikið, ef gamli maðurinn hefur
dáið og presturinn síðubrotnað til þess að ég kæmist leiðar minnar?
Að Kálfafelli var ég komin, en hvað svo? Engin ferð fyrirhuguð
austur yfir Skeiðarársand. Langt var til næstu póstsferðar og þó að ég
hefði viljað fá hest og fylgd þá var fátt um menn heima vegna ullarflutn-
inganna. Stefán á Kálfafelli var orðinn gamall og hættur ferðalögum.
Fólkið á Núpsstað lá allt í mislingum nema Hannes, og hann gat ekki
verið lengi burtu frá sjúklingunum og sínum störfum. Þarna var ég
eins og strandaglópur í tvær nætur. Lengst af talaði ég við gamla konu,
sem ekki hafði fótavist vegna liðagigtar. Ég vona að hún hafi haft
eitthvert gaman af því.
Svo fréttist að Sigurður á Fagurhólsmýri ætlaði austur á Höfn til
þess að þinga fyrir sýslumanninn, sem þá sat í Vík. Þarna hefði verið
góð ferð fyrir mig bara ef Núpsvötn, Skeiðarársandur, Skeiðará og öll
Öræfasveitin hefðu ekki verið á milli. Stefán og Hannes töluðu lengi
saman í símanum, en fundu enga lausn á þessu vandamáli. Þá bað ég
um að fá að tala sjálf við Hannes. Ég spurði hann hvort ég mundi ekki
geta farið ein yfir sandinn ef hann fylgdi mér yfir Núpsvötnin og ég
fengi svo mann úr Öræfunum á móti mér út yfir Skeiðará. Þá sagði
Hannes: „Eftir þessu var ég að bíða. Þetta getur þú vel. Ég vildi bara
ekki eiga uppástunguna."
Þá var þetta útrætt mál, en nú vantaði hestinn. Enginn hestur var
h eima á Kálfafelli, en mér var ráðlagt að athuga um hestlán á Blómstur-
völlum. Ég arka þangað og hest fékk ég með einu skilyrði sem kom