Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 37
MÚLAÞING
35
vegna vígsmálanna eftir Einar Þorbjarnarson, sem Hrafnkell Freysgoði
drap. Það virðist þó að mestu leyti vera Biskupaleiðin svonefnda og
verður vikið að henni síðar.
Næst geta heimildarmenn þjóðsögunnar um Arna Oddsson, síðar
lögmann og virðast hafa mikla tilhneigingu til að telja hann hafa farið
Vatnajökulsleið, þegar hann reið einsamall og einhesta frá Vopnafirði
á Þingvelli sumarið 1618. Verður einnig rætt um þá ferð og tildrög
hennar síðar í þessum þætti og hér erum við komin að efni Árnakvæð-
isins, sem til var og er enn í uppskriftum á Fljótsdalshéraði. Ólafur
Jónsson minnist á kvæðið en veit sýnilega ekki að höfundur þess var
Jóhann Magnús Bjarnason, sem fluttist á barnsaldri til Ameríku og
átti þar heima alla ævi eftir það.
Gísli Oddsson, bróðir Árna lögmanns var biskup í Skálholti 1632 -
1638. Hann ritaði bók um Undur íslands skömmu fyrir dauða sinn og
segir þar að Jökulsá á Fjöllum sé „langmest allra fljóta á íslandi, því
að stundum er hún yfir tvær eða þrjár rastir á breidd við fjöllin, og þó
að þetta sé ótrúlegt, þá hef ég að vísu reynt það ásamt félögum mínum
með mikilli hættu, að svo er.“ Mjög líklegt virðist að hér sé átt við
staðhætti á svæðinu frá Urðarhálsi austur að Kverkafjallarana og að
Gísli biskup hafi reynt þetta annað hvort í fylgd með föður sínum eða
eftir að hann varð biskup sjálfur. Hefur hann þá ekki orðið fyrir jafn
einstæðu ferðaláni og Árni bróðir hans, en hitt á mikla leysingu í
jöklinum eða hlaup af öðrum ástæðum í Jökulsá. Bjarni Oddsson á
Bustarfelli er talinn hafa farið Ódáðahraunsveg síðastur 1836, er hann
fór til Alþingis.
Að tilhlutan stjórnarinnar heitir Stefán Þórarinsson amtmaður verð-
launum fyrir að finna veg yfir fjöll úr Múlasýslum til Suðurlands. Tveir
menn freistuðu þess og var annar þeirra Bjarni Jónsson bóndi á Drafla-
stöðum í Fnjóskadal. Hann fór þvert yfir Ódáðahraun og leitaði Sáms-
vegar. Hefur að líkindum hitt á vörðuðu leiðina, farið suður með
Jökulsá að Dyngjufjöllum og norðan við þau en síðan niður í Suður-
árbotna og því ekki komið nálægt Vatnajökulsleið. Verður því ekki
meira um hann rætt hér, en þetta gerðist árið 1792. Hinn maðurinn
var Pétur Brynjólfsson, mikill röskleikamaður og lagði til öræfanna
sumarið 1794 og uppgötvaði mestan hluta leiðarinnar. Hann lagði af
stað frá Brú á Jökuldal og greinir frá því að hafa farið yfir Kverká og
Kreppu, sem hann nefnir Dyngjufjallaá og hefur að líkindum farið
fyrir sunnan Hvannalindir. Hann fór yfir Kverkfjallarana og Jökulsá
þar sem hún féll í 10 kvíslum og síðar yfir 11. kvíslina, sem var þykk