Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 39
MÚLAÞING
37
Ketilsstöðum, þann 13da jan. 1834
Hávelborni herra amtmaður!
Eftir tilmælum yðar hávelborinheita sem stýrandi meðlimur Fjallvega-
félagsins, og lof . . .' fékk ég bóndann á Hákonarstöðum á Jökuldal Pétur
Pétursson til þess að leita upp veg frá Jökuldal úr Múlasýslu suður á
Spengisandsveg eður í Kiðugil fyri[r] norðan Sprengisand, eftir sem verk-
ast vildi og komist yrði. Nefndur Pétur, hvörjum örðugast gekk að fá
nokkurn duglegan mann með sér um heyskapartímann, hélt af stað frá
sér ásamt bóndanum Jóni Ingimundarsyni á Klausturseli föstudaginn þeg-
ar 20 vikur vóru af sumri og segir Pétur í bréfi til mín af 25ta október
síðstl., þannig frá ferð þeirra:
„Á föstudaginn fórum við inn að Brú, þaðan á laugardaginn á svokall-
aðan Grágæsardal. Á sunnudaginn vestur fyrir Kreppu, svo yfir fjallgarð-
inn og vestur yfir Jökulsá á Fjöllum; svo vestur með jöklinum og vestur
fyrir horn á hönum, var þá þrotinn dagur, lágum við þar um nóttina og
gáfum hestunum hey. Á mánudagsmorguninn fórum við vestur á hæðir
þar sem við sáum Skjálfandafljót - að austanverðu við Sprengisandsveg
-. Stefna okkar að krókum fráreiknuðum hafði verið í vestur til suðurs
eður vestur-suðvestur; en nú vikum við af leið hér um til hánorðurs og
komum um miðaftansbil á Hraunárdal móts við svokallaðar Áfangatorfur.
Þaðan fara Bárðdælingar í Áfanga og vestur að Þjórsá undir Arnarfells-
jökul. Á nefndum dal fundum við menn við fjársöfn, er sögðu okkur til
vegar að Mývatni. Frá mönnum þessum fórum við austur á Öxnadal,
hann út og á Króksdal undir Hafursstaðahlíð og vórum þar um nóttina.
Á þriðjudaginn fórum við að Reykjahlíð og þaðan á miðvikudaginn og
fimmtudaginn heim.“
Orsökin hvar fyrir þeir Pétur sneru af leið og út að Mývatni en fóru
ei austur aftur sama veg, var bæði sú að þeir í fyrstunni ætluðu sér að
stefna í Kiðagil því þeir héldu ei að hitt mundi takast, að komast svo2
sunnarlega á Sprengisandsveg og að hestar þeirra vóru ófærir að komast
aftur sömu leið. Þeir höfðu nefnilega á sunnudaginn, þá þeir vóru komnir
vestur yfir Jökulsá, komist í þvílíkt vonsku hraun, að þeir þar í vóru
nærri búnir að missa hestana; þeir misstu undan þeim járnin, svo að
varajárn þeirra gengu upp og þó var 1 hesturinn að nokkru járnalaus og
ógengur því hraunið „krassaði upp á hestinum hófana rétt eins og raspur“.
Með ofanumgetnu bréfi sínu sendi Pétur mér kort yfir veginn en
1 Ólæsilegt vegna blekklessu.
Bætt við ofan við línu.
2
3*