Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 50
48
MÚLAÞING
á að komast á haglendi. Hinn 20. ágúst ætlaði Þorvaldur að reyna að
ganga á Kverkfjöll en hvarf frá, því nú reyndist veðrið válynt. Þó má
e. t. v. segja að hann hafi kannað þau fyrstur manna. Um nóttina gerði
hörkubyl og var 15 sm snjór fallinn næsta morgun. Bjuggust þeir þá
til brottferðar, járnuðu hestana og reyttu saman eitthvað af grasi.
Morguninn 22. ágúst héldu þeir af stað þrátt fyrir ljótt veðurútlit.
Var Jökulsá nú öllu vatnsmeiri en þegar þeir fóru austur, skall á miðjar
síður á hestunum og jafnvel yfir. Fóru þeir svo norður með ánni að
vestan og hrepptu sunnan rok á sandsléttunum (Þær nefnast nú Síðdeg-
isflæður, því þær fara í kaf ef mikil leysing er í jöklinum og í lognhlýrri
sólbráð flóir yfir þær síðdegis). Veðrinu á leiðinni norður lýsir Þorvald-
ur svo: „Kolmórauður veggur af sandroki var fyrir framan oss. Vér
kviðum fyrir því að fara inn í myrkrið, en þar var ekki nema einn
kostur. Ég man aldrei eftir að ég hafi veri úti í jafnvondu veðri: blind-
öskufrostbylur á vetrardegi er hátíð hjá slíku. Oss vildi svo heppilega
til að vér höfðum beint undanhald, annars hefði verið gjörsamlega
ófært um sandana. Vér urðum að byrgja skilningarvitin sem best, svo
að þau ekki fylltust af sandi. Ekkert sást fyrir moldviðri; það var rétt
með naumindum að sá fram fyrir eyrun á hestinum, sem maður reið.
Einstaka sinnum rofaði til hið efra, svo að sjá mátti til fróunar bláa
glugga af himninum, sem strax hurfu aftur, en hið neðra var sandrokið
alltaf hið sama. Hestarnir hlupu undan rokinu allt hvað þeir komust. “
Þeir voru tvær stundir frá vaðinu á Jökulsá að Svartá hjá Vaðöldu,
en tjölduðu svo í norðanverðum Dyngjufjöllum. Daginn eftir riðu þeir
á þrem stundum frá norðvesturhálsum Dyngjufjalla til Suðurárbotna.
Þaðan héldu þeir að Svartárkoti en komu að Halldórsstöðum í Bárð-
ardal kl. 11 um kvöldið.
Eftir rannsóknaferðir Þorvaldar Thoroddsens hurfu síðustu leifar
útilegumannatrúarinnar hér á landi. Björn Gunnlaugsson hafði þó sagt
í skýrslu sinni, að hann teldi engar líkur á að þeir væru nokkurs staðar
enýmsir trúðu þvívart,t. d. Hákon Espólín,semskrifaðiámótiBirni.
Sjötíu og tvö ár liðu á milli þess að Vatnajökulsleið væri farin í heild
milli bæja á Suðurlandi og Austurlandi. Verður næst vikið að tveimur
ferðum um þetta svæði árið 1912. Seinni hluta júní fór J. P. Kock í
leiðangur á Vatnajökul. Hann kom í Hvannalindir 18. júní, hélt síðan
á jökulinn, fór til Esjufjalla, sneri þar við og kom aftur í Hvannalindir
að morgni 24., hvíldi menn og hesta í sólarhring og síðan voru Kverk-
fjöll könnuð. Virðist Kock hafa orðið fyrstur manna til að lýsa jarðhita-
svæðunum þar. Leiðangurinn lagði upp frá Svartárkoti 17. júní en kom