Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 53
MÚLAÞING
51
gæðinginn góða þar, og að mjaltakona á kvíunum á Brú hafi gefið
hestinum mjólk að drekka úr fötu og smjörsköku úr svuntu sinni og
sagt um leið að þetta væri ekki fyrsta damlan, sem hann fengi. Segir
nú lítt af ferð Árna, fyrr en hann kemur á Þingvelli. Alþingi hófst en
Árni var ekki kominn með málsskjöl þeirra feðga. Höfuðsmaður spurði
biskup háðslega, hvar Árni væri. Biskup svaraði ekki og var þungt í
skapi. Sögn er að hann hafi gengið þrisvar upp að Almannagjá og
svipast um. í síðasta skiptið sást jóreykur undir Ármannsfelli. Reyndist
Árni koma þar og varð fagnaðarfundur með þeim feðgum. Árni gekk
til lögréttu, lagði fram sönnunargögnin og var sigur biskups þar með
tryggður. Sagan segir, að nafn Árna hafi verið kallað upp í þriðja sinn
í Lögréttu og hafi hann þá svarað af hestbaki: „Hér er Árni Oddsson
kominn fyrir guðs náð en ekki þína, Herlegdáð.“ Herluf Daa varð að
láta af embætti ári síðar og hafa þeir feðgar, Oddur biskup og Árni,
verið mjög dáðir af landsmönnum eftir þetta.
Árni varð síðar lögmaður yfir Suðurlandi og Vesturlandi og varð
ástsæll og mikils metinn, þótt hann væri bæði kappsfullur og óvæginn
á yngri árum. Með aldrinum varð hann hógvær og lítillátur og málsvari
lítilmagnanna. Hann hélt fram réttindum íslendinga og varði þjóðina
gegn ásælni konungsvaldsins, t. d. á Kópavogsfundinum 1662 en þá
frásögu kannast eflaust flestir íslendingar við. Árni bjó á Leirá í Borg-
arfjarðarsýslu. Hann lést 10. mars 1665 og var þá orðinn aldraður.
Þann dag gekk hann einn til laugar eins og venja hans var. Því var
veitt athygli að hann kom ekki aftur og var hans þá vitjað. Fannst
hann örendur við laugina.
Þá erum við komin að spurningunni um það hvort Árni hafi farið
Vatnajökulsleið og jafnvel verið henni eitthvað kunnugur, því annars
hefði hann vart geta flýtt svo mjög för sinni. Frá Brú liggur beinast við
að fara leiðina eins og Kofoed-Hansen gerði. Séra Jón Halldórsson í
Hítardal telur að Árni hafi komið út í Vopnafirði og riðið á fjórum
dögum til þings. Faðir séra Jóns var í Skálholtsskóla í tíð Gísla biskups
Oddssonar. Hugsanlega hafa Skálholtsbiskupar reynt að fara Vatnajökuls-
veg, er þeir visiteruðu Austurland, sem tilheyrði umdæmi þeirra. Oddur
biskup gæti hafa farið leiðina og synir hans þá verið með honum. Ummæli
Gísla gætu þó bent til þess, að hann hafi sjálfur reynt að fara leiðina eftir
að hann varð biskup. [Helst lítur út fyrir að Gísli biskup hafi verið 300
ár á undan öðrum með athuganir á öskulögum]. Ef þjóðsagan um ferð
Árna Oddssonar er borin saman við frásögn Kofoed-Hansens koma ýmsar
hliðstæður í ljós, en ástæðulaust er að rekja þær frekar í þessum þætti.