Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 55
ZÓPHÓNÍAS STEFÁNSSON MÝRUM
Með grísi yfir Þórdalsheiði
Frá upphafi vega var Þórdalsheiði einhver fjölfarnasti fjallvegur milli
Héraðs og fjarða. Hefur hún oft reynst váleg yfirferðar. Má geta þess,
að árið f702, var séra Þorleifur Guðmundsson á Hallormsstað á leið
yfir heiðina. Fóru þar margir saman með fjölda hesta. Snjóloft var yfir
Yxnagil, og er 30 hestar höfðu komist klakklaust yfir gilið, lagði séra
Þorleifur hesti sínum á snjóbrúna. Skipti það engum togum, að snjó-
loftið brast með þeim afleiðingum að séra Þorleifur fórst þar.
Þegar Kaupfélag Héraðsbúa hóf verslun á Reyðarfirði, fjölgaði
mannaferðum að mun. Um þá heiði sóttu og fluttu varning sinn, Skrið-
dælingar, Skógamenn og Fljótsdælingar ásamt bændum af efra Jökuldal
og Hrafnkelsdal. Auk þess fóru bændur af Fram-Völlum oft þessa leið
að vetri til. Það voru því oft langar lestir, sem lögðu til Þórdalsheiðar,
bæði vetur og sumar. Vanalega fór flokkur manna um heiðina á hverju
vori og ruddi steinum úr götu eða gerði við torfærur, sem myndast
höfðu yfir veturinn. Var því sæmilegur reiðvegur yfir heiðina að sumri
til og oft sprett úr spori, væru menn lausríðandi. En þó að sumarferðir
yfir heiðina væru leikur einn, var öðru máli að gegna um vetrarferðirn-
ar. Þær voru oft svo erfiðar að maður undrast það nú, að hestar og
menn skyldu þola þá meðferð, sem þeim var boðin af illri nauðsyn.
Hér verður drepið á örfá dæmi um það hvernig þessar ferðir gátu
gengið fyrir sig. Þær verða þó ekki tímasettar að öðru leyti en því, að
veturinn 1936 voru farnar fleiri erfiðar ferðir en um langt árabil bæði
áður og síðar. Þá var oftast farið vikulega, seinnipart vetrarins. Venju-
lega hafði Helgi á Geirólfsstöðum forustuna. Þegar hann var lagður
af stað voru aðrir fljótir að láta tuggu í poka og leggja á hestana.
Hvítan var svo mikil, að greinilega sást til mannaferða um svo að
segja allan dal. Á kyrrum vetrarkvöldum mátti þá stundum sjá óslitna
lest frá Þórudalsmynni og ofan á Arnhólsstaðabakka. Það þótti ekki
lítið út í það varið að hafa góðan hest á undan í þessum ferðum. Góðir
4’