Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 62
60
MÚLAÞING
nú eitthvað á fólkið, en Steingrímur ísfeld, unglingspiltur sem var
til heimilis í Flögu, segir strax. „Ég fer með þér.“ En hvort sem
þetta var rætt eitthvað meira, var ég ákveðinn í að við færum. Bað
ég Þórunni konu mína að taka til nesti handa okkur, við færum í
nótt. Klukkan 3-4 um nóttina lögðum við Steini af stað, fórum inn
fyrir Þorvaldsstaði og inn á svokallaðan Rauðasand. Þar rann Geit-
dalsáin milli skara, þ. e. a. s. það var auður áll í henni. Ég klæddi
mig úr sokkunum, óð yfir og bar Steina á bakinu, vildi ekki láta
hann vaða, því hann var heilsutæpur.
Við vöktum upp á Hátúnum, sem er bær norðan í Múlanum á móti
Geitdal. Á Hátúnum bjó þá Einar Einarsson með Halldóru systur
sinni, hjá þeim var Bergljót Einarsdóttir móðir þeirra og Bergur Óiason
frá Þingmúla. Bergur var að mestu alinn upp hjá þeim Einari og Hall-
dóru. Þegar Bergur heyrir hvað við erum að fara, segist hann ætla að
fara með okkur og var hann ekki lattur að gera það. Dóra, eins og
hún var alltaf kölluð, gaf okkur kaffi og tók til nesti handa Bergi.
Síðan lögðum við af stað og gengum rösklega inn Hátúnadal. Við
skiptum okkur, leituðum inn Norðurmúlann og fórum inn undir
Brattháls. Þar snerum við til baka og gengum svo út yfir Líkavatn á
ís. í vatninu er hólmi, og sagnir herma að í fyrndinni hafi menn verið
við veiðar í vatninu, haldið til í hólmanum og haft bát, en misst bátinn
frá sér og orðið þar til. Við settumst niður í hólmanum, borðuðum
nestið okkar en urðum einskis varir.
Síðan gengum við út með Geitdalsánni og horfðum vel yfir, bæði
þar sem sást yfir á Geitdalinn og neðan til á Múlanum. En þegar við
komum út á móts við Hrútá sem er Geitdals megin, sjáum við tvær
kindur, sem eru rétt innan við Hrútána. Þegar við komum nær sýnist
okkur að þetta muni vera dilkær. Það var auður áll í Geitdalsánni og
hnédjúpt vatn eða meira á milli svellskara. Ég klæddi mig í snatri úr
sokkunum, braut vel upp buxnaskálmar og óð yfir, en sagði þeim
Steina og Bergi að bíða. Okkur hafði komið saman um að betra mundi
vera að reka kindurnar út Múla megin. Þegar yfir ána kom fór ég á
eftir kindunum, sem höfðu orðið fyrir styggð, og runnið upp með
Hrútánni. Ég náði þeim fljótt, og viti menn, þarna var hún Grettla
mín með fallega gimbur. Það glaðnaði nú heldur betur yfir mér. Ég
veik kindunum á leið niður að Geitdalsánni. Þær runnu slóðina mína
og Grettla renndi sér fram af skörinni niður í ána og óð yfir og lambið
á eftir henni. Þeir Steini og Bergur tóku á móti þeim og drógu þær
upp á skörina. Ég brá mér aftur úr sokkunum og óð yfir. Það var í