Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 64
INGVAR GUÐJÓNSSON, DÖLUM
Finnsstaðir í Eiðaþinghá, Suður-Múlasýslu
Jörðin Finnsstaðir er elsta ættarsetur í Suður-Múlasýslu, sem og á
Austurlandi, að undanskildu Bustarfelli í Vopnafirði. Gísli, sonur
Nikulásar á Héðinshöfða - Einarssonar á Eyrarlandi, Nikulássonar í
Hafrafellstungu, Þorsteinssonar sýslumanns, Finnbogasonar lögmanns
- lögréttumaður sem bjó á Rangá í Hróarstungu 1681, mun hafa keypt
Finnsstaði eitthvað fyrir 1690 (1687?) og sonur hans Nikulás síðan af
samörfum sínum, sem hann lét og lögfesta. Alla tíma síðan hafa Finns-
staðir verið í eigu og ábúð sömu ættar, eða hartnær 300 ár. - Að fornu
mati voru Finnsstaðir dýrasta jörð í Eiðaþinghá - 20 hundruð - með
hjáleigunum tveim, Fossgerði og Finnsstaðaseli-sem voru í eigu Finns-
staða til 1912, en þá skiptust Finnsstaðir - ásamt hjáleigunum - á milli
erfingja Árna Jónssonar við fráfall hans, en hann ásamt konu sinni -
Sigurveigu Guttormsdóttur - hafði þá átt Finnsstaði og búið þar í 60
ár. Finnsstaðir voru stærsta jörð sveitarinnar, og talin með bestu jörðum
á Héraði, enda leitað eftir því af forgöngumönnum um stofnun búnað-
arskóla á Austurlandi að fá þá keypta tii skólaseturs, en fastheldni og
ættartryggð eigenda var slík, að þeirri málaleitan var hafnað. Aðalágæti
Finnsstaða var hið víðáttumikla Finnsstaðanes - samfellt engjasvæði
- er varla brást með grasvöxt og heygæði mikil, enda flæðir Lagarfljót
vor hvert yfir meginhluta þess, mestu flóðin yfir það allt, og tryggir
það vöxt grasa og gæði.
Talið var, að af nesinu fengjust allt að 1000 hestburðir heys, án þess
að slegin væru sömu svæðin árlega, sem þó átti sér stað á bestu hlutum
þess, og mun það síst oftalið, þar sem stærð þess er 150 hektarar, og
því ekki þurft nema rúma 6 hestburði af ha. til þess að umrætt heymagn
fengist, en það er fyrir neðan það sem talið var slægt nema í sérstökum
grasleysisárum, svo sem sumarið 1918, en þá brást það algerlega, sem
alls staðar á láglendi um Hérað. Þá var nær allur heyfengur á Finnsstöð-
um sóttur til upplandsins, allt til brúna, þ. e. Finnsstaða-Snæfells.