Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 65
MÚLAÞING
63
Finnsstaðabœrinn. Útskemma t. v., frammihús með stofu og Framskemma t. h.
Heyleysi var því óþekkt á Finnsstöðum. Þó eru sagnir um, að Þórður
Gíslason - hin kunna þjóðsagnapersóna - hafi lent í heyþrot á fyrsta
búskaparári sínu og að hann hafi borið því við að hann hefði „gleymt
sér fyrsta sumarið við að kjá við konuna sína“ - hana Eygerði Jónsdótt-
ur panfíls! En þar eftir tók hann sig á, og sóttu þau hjón heyskapinn
af offorsi miklu, sbr. þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar. í votviðrasumrum
var mikill hluti af nesinu bagalega blautur, og fyrir kom að Lagarfljót
flæddi upp á það á slætti, t. d. fór meginhluti þess undir vatn í þrígang
- í ágúst og september sumarið 1930. Þá var og mikill hluti þess leiðin-
lega þýfður og af þessum sökum var nesið óhægra til heyskapar en ella.
Þá var nesið mjög mikilvægt beitiland á meðan til náðist að hausti
og að vetri, og einkum þó að vori fyrir lambfé, enda ær ávallt hafðar
þar á sauðburði, því gróður kom fyrst í kíla og lænur, en oft var þar
fullvotlent og skjól ekkert. Túnið á Finnsstöðum var í upphafi ekki
stórt og allt þýft, en var allt þaksléttað og mikið útfært á þann hátt frá
1880 til 1938. Auk þess svokölluð „Móslétta“, grædd upp með færikví-
um fráfærnaáa, en fráfærur lögðust af um 1910. Túnið var grasgefnasta
tún sveitarinnar, enda jarðdjúpt, vel unnið og hirðing þess góð. Það
var ávallt haustbreitt, áburðurinn mulinn niður að vori með viðarslóða