Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 66
64
MÚLAÞING
- síðar með heimasmíðuðu blakkaherfi - síðan hreinsað með sköfum,
röstin mulin með þeim og fótum - kallað að sköfubreiða. Upplandið
var víðlent að meðtöldu iandi hjáleignanna. Þar voru víða slægjulönd
á algengan mælikvarða Héraðs. Sumarhagar fyrir allan búfénað í góðu
meðallagi og vetrarbeit til fjallsins góð er ti! náðist. Við fjallsrætur
voru beitarhús. Þar voru sauðir ávallt hafðir og hélst svo fram um
1920, en ti! voru sauðir til heimalógunar allt fram til 1930.
Gamli bærinn á Finnsstöðum mun hafa verið elsti bær sinnar samtíðar
á Fljótsdalshéraði, enda kom til orða á sínum tíma að friðlýsa hann
sem minjar um merkan bæ. - Bærinn stóð á hólbarði sem næst miðju
túni á hæðarávala ofan við stararkíl, er aðskilur túnið og áðurnefnt
Finnsstaðanes.
Framhlið bæjarins og inngangur sneri í vestur. Syðst var portbyggt
frammihús með grjót- og torfveggjum á þrjá vegu að höfuðbitum, en
á vesturhlið var timburklæðning og kvistur á miðju með risi jafnháu
mæni hússins. Klæðningin var af einnar tommu borðum - standreist
gólfborð - og stafnar ofan höfuðbita voru klæddir eins. Þakklæðning
var skarsúð á sperrum - heilborð 8 X IVi tommur. Á þakklæðningu
var lagður hrís og þar á þakið með torfi að vindskeiðum á stöfnum og
kvisti. Fjórir sexrúðna gluggar voru á vesturhlið stofuhæðar og einn á
kvisti. Rúðustærð var um 10 X 10 þumlungar. Á suðurstafni voru tveir
gluggar og einn á norðurstafni, en aðeins fjögurra rúðna. Þá var á
austurhlið ofan lausholts smágluggi til lýsingar á eins konar holi um
uppgöngu- og gangvegi til herbergja porthæðarinnar og kvistsins. Á
vesturhlið frammihússins, rétt við norðurstafninn, var inngangurinn í
bæinn og úti fyrir honum timburskúr. Á honum voru tvær hurðir - til
suðurs og norðurs - sem opnuðust báðar inn, og var þeim lokað á víxl
eftir veðurstöðu hverju sinni með klúrum. Ofan við þak skúrsins var
lágur þriggja rúðna gluggi til lýsingar inn á innganginn, og yfir glugg-
anum var blámáluð fjöl og í hana skorið Finnsstaðir.
Þegar inn úr dyrunum var komið tók við breiður gangur - eitt stafgólf
- um húsið þvert með norðurstafni - kallaður „stofugangur“. Til hægri
handar - þegar komið var inn í ganginn - voru dyr til stofunnar. Hún
var afþiljuð með panelborðum á hvern veg. Veggir voru blámálaðir og
bitar í lofti, sem klæddir voru þunnum borðum, en á milli þeirra var
loftið málað hvítt. Loftið var, og gólf porthæðarinnar, gert af felldum
gólfborðum 7 X 114 þumlunga. Á stofunni voru tveir gluggar. í henni
var trégólf, svo og göngum meðfram henni, og einni stafgólfslengd sunnar.