Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 67
MÚLAÞING
65
stöðum eftir frumteikningu greinarhöfundar.
Undir vesturhluta stofunnar og hluta af gólfinu sunnan hennar var
kjallari, hlaðinn úr grjóti, nálægt 6 X 3 m, og var gengið niður í hann
meðfram stofuþilinu að sunnan. Hleri var á niðurgöngunni - á hjörum
- og opnaðist hann upp að stofuþilinu til hægri.
I kjallaranum var geymdur alls konar búsmatur, svo sem slátur og
annar súrmatur, skyr, smjör, ostar, garðmatur, fiskur, kjöt og hvað
annað sem ekki þoldi hitabreytingar.
Ur stofuganginum - á milli stofu og austurveggjar - lá gangur að
stiga er lá upp á loftið, svo og „Framskemmu“ er svo var nefnd, er
tók yfir allan enda neðri hæðar hússins sunnan stofunnar. Á fram-
skemmunni voru tveir gluggar, svo og útidyr við suðurstafninn. Þar
voru geymd öll útivinnuáhöld, reiðver og reiðingar og allt þeim viðkom-
andi. Þar var og oft hefilbekkur og smíðaáhöld ýmiss konar og ávallt
kornbyrður ærið miklar.
Áðurnefndur stigi lá til uppgöngu loftsins. Um hana var grindverk
að vestan og norðan. Á milli þess og kvistherbergisins var gangur
norður til „Útloftsins“, þ. e. norðurenda porthæðarinnar. í suðaustur-
horni þess var afþiljuð skonsa undir súðinni. Þar var geymsla ýmiss
konar varnings - sjaldhafnar kaffibrauðs, sykurs og þess háttar. Að
5