Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 70
68
MULAÞING
inn að hluta. - í eldhúsinu var soðið slátur, hvalur, bræddur mör,
þveginn allur fatnaður o. fl. Þar var og bakað allt rúgbrauð til matar
- ýmist hleifur undir potti - pottbrauð - eða flatbrauð á taðglóð.
I framhaldi af eldhúsinu - til norðurs - án skilrúms, var nokkru
þrengra og lágreistara hús. Þar var eldiviðurinn geymdur, aðallega
svörður, en þó jafnan nokkuð af sauðataði, ávallt nægilegt til vetrar-
notkunar, sauðataðið var að mestu af beitarhúsunum - Ólafshöfðaseli
- á meðan sauðir voru hafðir þar. Skammt frá mótum þessara húsa
var trérenna í gegnum austurvegg eldhússins til safngryfju austan veggj-
ar við norðurstafn baðstofunnar. í þessa gryfju var safnað öllu skólpi
og ösku er til féll í bænum. Yfir rennunni - ofan veggj ar - var smágluggi.
Nyrst á vesturvegg eldhússins voru göng er lágu í norðvestur til
suðurenda fjósgangna við fjósdyr, sem voru austast á norðurstafni
fjóssins. í fjósinu voru átta fullkomnir básar, þrír í austurhlið og sá
fjórði fyrir ungviði og var sá næstur dyrum. í vesturhliðinni voru fimm
básar - einn þeirra fyrir þarfanaut er ávallt var til á Finnstöðum. Jötur
voru með veggjum, en í miðju fjósinu var tröðin, en flórar beggja
vegna hennar. Fjósið var reist á tveim mæniásum, flettum úr sama
rekatrénu, sem nægði lengd hússins, og skurðflöturinn a. m. k. 15
þumlungar. Mæniásarnir hvíldu á stoðum, er reistar voru á flórstokkum
- básamegin - og afmörkuðu breidd þeirra. Á milli mæniása voru lögð
sver þvertré, og þvert á þau - langs eftir mæni - einnig svert tré til
hækkunar á mæninum. Á honum var allvíður strompur, og niður undan
honum var gluggi á miðri vesturhlið. Þakið var mjög þykkt og vel
gróið. Vatnsbyrður voru á traðarenda við norðurstafn, og vatn borið
í þær úr brunni er var neðanvið túnið utanvert. Á málum voru kýrnar
leystar, og þær látnar drekka lyst sína úr þessum byrðum, en framyfir
síðustu aldamót var alltítt að kúnum væri brynnt út við brunninn, ef
ekki var vont veður. Norðan við fjósstafninn var skemma, kölluð „Út-
skemma“, fjósstafninn var því suðurhlið hennar. Timburþil var á vest-
urstafni skemmunnar. Allhátt var af þrepskildi niður á gólfið. Loft var
í skemmunni og stigi upp á það gegnt dyrum, sem voru syðst á þilstafn-
inum. Flurðin opnaðist inn - upp að suðurveggnum. Gluggi var á
timburstafni lofthæðarinnar.
Á bakvið stafn skemmunnar - að austan - lágu fjósgöngin til norðurs
- alllöng - til nyrsta hússins í þorpinu, sem kallað var „Fjóskofi“,
allstórt hús, en lágreistara en önnur hús bæjarins. Þar var áður fjós,
og í því fjósdraugurinn, sem um getur í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússon-
ar.
j