Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 72
70
MULAÞING
Traðarkofi, Garðhús, Ærhús, Miðhús, Fremstuhús og Fjóshús, öll til
fyrir aldamót. Auk þessa Nýjuhús, sem byggð voru um 1914 - þrjú
hús sambyggð ásamt hlöðu undir sama risi. Þessi hús - ásamt Fremstu-
húsum, eru þau einu sem enn standa og eru í notkun. Þrenn hesthús
voru á Undirtúni svonefndu, þ. e. á lægðarfleti rétt við kílinn, neðan
undir hæðinni er bærinn stóð á. í eitt þeirra - er lægst stóð - barst eitt
sinn silungur í stórflóði er kaffærði allt nesið.
Um svipað leyti og Nýjuhúsin var byggt hesthús fyrir 6 hesta. Það
var notað um skeið á Finnsstöðum 1 sem fjós, eftir að gamli bærinn
var felldur, áður en núverandi gripahús voru byggð, sem öll eru úr
steinsteypu - sambyggð.
Hlöður voru við öll peningshúsin nema Fjóshúsið, auk kúahlöðu er
var suðvestur af bænum skammt frá grafreitnum.
Öll voru þessi hús komin undir járn fyrir og um 1930, það fyrsta
svonefnd Timburhlaða - töðuhlaða við Traðarkofa - um aldamótin
1900. Loks ber að nefna smiðjuna. Hún stóð í lægð út og niður af
hólbarðinu er bærinn stóð á, en á honum standa nú íbúðar- og penings-
hús Finnsstaða II. Smiðjan var lítið hús, veggir af grjóti og torfi nema
stafn er sneri til suðurs, á honum timburklæðning. Aflinn var hlaðinn
úr grjóti, en að baki hans fýsibelgurinn, sem var handknúinn með
vogarstöng. í þessu húsi stundaði Jón Arnason járnsmíðar sínar, sem
voru miklar og margvíslegar. - Enn eru beitarhúsin - Ólafshöfðasel -
ónefnd, ásamt hlöðu og stekk eða smárétt við austurvegg. Þau féllu
úr notkun um 1920 og voru rifin 1930.
Fjárrétt - öll hlaðin úr grjóti - var austan undir kletti, á há-Holtinu
austur af bænum, byggð um sl. aldamót. Þar standa enn hlutar veggj-
anna, svo vel má greina gerð hennar.
Ábúendur á Finnsstöðum frá Gísla Nikulássyni lögréttumanni frá
Rangá, er fyrstur þeirra kynsmanna var eigandi og ábúandi þar, hafa
verið þessir: Nikulás Gíslason, Gísli Nikulásson, Þórður Gíslason -
sem nafnkunnastur mun vera af eigendum og ábúendum á Finnsstöð-
um. Eftir hann tekur við Ingibjörg dóttir Þórðar, og með henni brotnar
karlleggur ættarinnar. Maður hennar var Jón - eldri - Einarsson, Jóns-
sonar bónda að Hjartarstöðum, og þar fæddur 1792. Jón var víkings-
maður, sbr. þjóðsögur Sigfúsar Sigfússonar. Eftir þau tekur við Árni
sonur þeirra - 1858 - 1912 - sem giftur var Sigurveigu Guttormsdóttur
- Jónssonar, Guttormssonar bónda af Eyjaselsætt. Guttormur faðir
Sigurveigar bjó í Húsey í Hróarstungu og á Finnsstöðum í mótbýli við