Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 78
76
MÚLAÞING
sperringar.“ Svo hafði hann stúlkuaumingjann með sér og var hún sett
í gapastokkinn.“
í Ættunum er einnig frá þessu sagt (nr. 10985):
„Jófríður hafði verið áður vinnukona hjá Bessa og gert sig þá seka
í einhverju smáhnupli, svo að Bessi fékk hana setta í gapastokk. Var
hún einhverja mótspyrnu að sýna þegar Bessi var að koma henni í
gapastokkinn. Þá sagði Bessi: „Nú hjálpa engar stimpingar, Jóka.““
Þrennt er það í frásögn Sigmundar hér á undan, sem óljóst kann að
vera nútímafólki - árferðið, gapastokkurinn og fordæming á hrossa-
kjötsáti.
Árferðið. Um það eru allrækilegar upplýsingar í áðurnefndu riti,
Arferði á Islandi, en þó ekki auðvelt að draga einstök landsvæði eða
héruð út úr lýsingunum til að átta sig á ástandi þar. Árin 1779 og 1780
er ekki getið mannfellis á Austurlandi, en um árið 1781 segir: „Var
þá almennur bjargarskortur og hrossakjötsát tíðara en nokkurntíma
áður.“ Þetta ár eða árið á undan deyr Magnús faðir Jófríðar og móðir
hennar stendur uppi með barnahópinn og Jón son sinn elstan 18 ára.
Þau hverfa þá eða árið áður frá Borg virðist vera og 1882 er Jón horfinn
úr fjölskyldunni eins og áður sagði.
Þetta var hart ár, en hverfur þó í skugga næstu ára þegar móðuharð-
indin dynja yfir. Árið 1883 lá við kollfelli um vorið og búpeningur
reyndist gagnslítill sökum megurðar. Með orðinu gagnslítill er væntan-
lega fyrst og fremst átt við málnytuafurðir kvífjár. Ennfremur: Hrossa-
kjötsát „meira en þörf þótti krefja. í þessu harðæri dóu hrossakjötsæt-
urnar fyrst af harðrétti, enda átu sumir sjálfdauð og úldin hræ.“ (Árf.
á ísl.). Á Suðurlandi var veturinn þó mildur - þangað til jarðeldarnir
dundu yfir (átt fyrst og fremst við Skaftáreldana), en á Norðurlandi
dóu menn af harðrétti. Austurland er ekki nefnt þetta ár, en a. m. k.
norðurhluti þess mun að vanda hafa fremur fylgt Norðurlandi en Suður-
landi. Árið 1784 voru móðuharðindin í algleymingi, en árið eftir hallæri
mest. Þá dóu á landinu öllu 9238 fleiri en fæddust, segir Þorvaldur
Thoroddsen, flestir frá veturnóttum 1784 til fardaga 1785. Næstu tvö
ár voru betri, enda voru móðuharðindin búin að létta á fóðrunum, en
1788 var grimmt ísaár, verst á Norðausturlandi, „lá við að eyðast mundi
Vopnafjörður,“ segir Þorvaldur. Árið 1789 var betra og næsta ár að
því er virðist, en næstu tvö ár hörð þótt mannfellis sé ekki getið.
Fleiri ár þarf ekki að athuga viðvíkjandi árferði, því að einhvern
tíma á þessu tímabili, 1783 eða litlu síðar, hefur Jófríður farið í Orm-
arsstaði og orðið að þola smán og óþægindi gapastokksins ein og utan-