Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 79
MÚLAÞING
77
dyra meðan annað sóknarfólk hlýddi hvítasunnuboðskap sóknarprests-
ins, séra Vigfúsar Ormssonar. Að sjálfsögðu beinast líkur að móðu-
harðindaárunum, en gat þó hafa gerst litlu síðar. A árabilinu 1783 til
1789 hefur þetta átt sér stað og mætti giska á versta árið, 1785, þegar
hallærið var svæsnast, en það er einber ágiskun. Þá var Jófríður tvítug
eða rúmlega það.
Gapastokkur. Sigmundur lýsir honum ekki og hefur væntanlega ekki
dottið í hug að hann var að skrifa fyrir mildari framtíð en samtíð og
þó einkum fortíð, en samtímakynslóðir hans hafa þekkt þetta refsitæki,
a. m. k. af afspurn.
í dönsku alfræðiriti er gapastokk lýst svo:
„Gapastokkur er refsitæki frá miðöldum. Hann er þannig gerður,
að járnhringur er festur á stólpa og honum læst um háls sakbornings.
Gapastokki var komið fyrir á fjölförnum götum og brotamaðurinn,
sem í hann var settur, látinn taka út hegninguna fyrir almenningssjón-
um, yfirleitt þrjá daga í röð og um tvær klukkustundir í einu, fyrir og
eftir hádegi. I Danmörku voru menn settir í gapastokk fyrir margvís-
legustu brot, einkum í stjórnartíð Kristjáns sjötta [1699 - 1746]. Þá
voru bændur settir í gapastokk og sveitafólk fyrir að vanrækja kirkju-
göngur, nema greiddar væru sektir sem gátu orðið allháar. Pútnamæður
og hórur urðu oft að þola gapastokkinn.
I Danmörku hefur þetta refsitæki ekki verið numið úr lögum 1917,
en er að sjálfsögðu löngu niðurlagt. Árið 1864 voru gapastokkar til í
Slésvík og á Sámsey. í Noregi var gapastokkur bannaður með lögum
1848.“ (Store Nordiske Konversations Leksikon, Khöfn 1917).
Gapastokkar voru mismunandi að gerð, „lóðréttur staur með háls-
hring eða láréttur stokkur með götum fyrir höfuð, hendur eða fætur,
einnig oft hlekkur með hálshring.“ (íslandssaga Menningarsjóðs eftir
Einar Laxness, Rvík 1974). Hér á landi var hann ekki upptekinn fyrr
en með tilskipun um húsvitjanir og húsagatilskipun Kristjáns sjötta
1746. I tilskipun þessari eru fyrirskipaðar reglur margar um uppeldi,
daglega breytni og iðkanir trúrækni, en lagt bann við ýmsum þjóðlegum
og rótgrónum siðum, svo sem bölvi, klámi, söngli afmorsvísna og
rímna, einnig fornsagnalestri og ýmsum óvanda sem „angrar heilagan
anda.“ Ekki er ástæða til að fjölyrða um þessa tilskipun, en þótt sumt
í henni komi kynduglega fyrir sjónir nú, var hún að ýmsu leyti góð,
t. d. var foreldrum bannað að hræða börn sín á draugum og forynjum
og húsbændur máttu ekki ærukrenkja hjú sín, svelta eða limlesta með
barsmíð. Tilskipunin var hinn heiti vængur lútherskunnar-píetisminn