Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 84
82
MÚLAÞING
fell, en sennilega hefur hún fengið jörðina úr eða út á arfshluta eftir
Bessa Árnason. Ormarsstaðina hlaut Jón Bessason, stjúpsonur Jófríð-
ar, enda var jörðin úr ætt Málmfríðar móður hans.
Árið 1825 eru fjórir í heimili Jófríðar og Magnúsar, auk þeirra Jón
Sigurðsson 16 ára fóstursonur og vinnukona á þrítugsaldri, en á Bessa-
partinum sjö manna heimili, 11 alls á jörðinni og gapastokksstúlkan
magra orðin roskin ekkja í bónda- eða bústýruhlutverki (ekki ljóst,
en hún er fyrst skrá í sóknarmannatalinu), og séra Pétur Jónsson gefur
sóknarbörnum sínum vitnisburði þetta ár (en ekki endranær). Jófríður
fær eitt orð sem segir sitt: SKILRÍK - sem þýðir traust, sannorð;
ráðvönd, áreiðanleg (ísl. orðabók 1983).
Þarna situr hún með virðingu í heimili sona sinna og barnabarna
það sem hún átti ólifað og nær allháum aldri.
Magnús kvæntist Guðnýju Sigurðardóttur um 1831, missir hana eftir
skamma sambúð frá þremur stúlkubörnum ungum, og kvænist síðan
aftur Hróðnýju systur Guðnýjar og þau bæta fjórðu stúlkunni við. Þær
systur voru frá Karlsstöðum á Berufjarðarströnd en ættaðar úr Horna-
firði. Árið 1831 hafa þau tekið „tökubarn“, frændstúlku Jófríðar og
nöfnu, Jófríði Jónsdóttur, og verður brátt minnst á hana.
Bessi Bessason og Þórunn áttu þrjú börn samkvæmt Ættunum, m.
a. Guðlaugu sem giftist Ólafi Ólafssyni hreppstjóra á Birnufelli. Þau
áttu Bessa fyrir son og hann Ólaf, sem á Birnufelli bjó líka - frá
aldamótum til dánardægurs 1954, kunnur maður á Héraði og víðar
fyrir rausn, hyggindi og orðheppni.
Sigfús Sigfússon telur að Magnús hafi þótt „laun-gáfaðri“ en Bessi
bróðir hans, en Bessi aftur fjölhæfari. Hann rökstyður þessa skoðun
með vísu eftir Ólaf Erlendsson:
Bessi minn er besti smiður,
Bessi er mesta listadýr,
Bessi er glaður bragna viður,
Bessi ætti að fá lofstír,
Bessa hafa ei bragnar kennt,
Bessa að laga er flest þó hent,
Bessi þiljur býr til miklar,
Bessi smíðar skrár og lykla.
Bessi flutti að Giljum á Jökuldal og bjó þar lengst.
Eftir að Jófríður lét af bústjórn innanstokks hjá Magnúsi fór hún í