Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 91
KARI SHETELIG HOVLAND
Norskar seglskútur á íslandsmiðum
Smári Geirsson og Bjarni Þórðarson þýddu.
UM VERKIÐ OG HÖFUND ÞESS
Oft hefur verið fullyrl og færð fyrir því sterk rök að ekkert hafi valdið jafnmiklum
straumhvörfum í atvinnu- og byggðarþróun Austfjarða og síldveiðar Norðmanna á seinni
hluta síðustu aldar. En hversu umfangsmiklar voru þessar veiðar og hvernig fóru þær fram?
Norski sagnfræðingurinn Kari Shetelig Hovland hefur rannsakað síldveiðar og áðrar fisk-
veiðar Norðmanna hér við land og sent frá sér þrjú ritverk um þetta efni þar sem mörgum
forvitnilegum spurningum er svarað. Fyrsta ritverkið, sem hér um ræðir, er „Firma J. E.
Lehmkuhls Islandsforretning", sem birtist í Sjófartshistorisk árbok árið 1977. Annað verkið
er bók, sem ber heitið „Norske seilskuter pá Islandsfiske" og verður hér birt þýðing þess
hluta bókarinnar, sem fjallar um síldveiðar. Síðari hluti bókarinnar fjallar um þorskveiðar,
eins og kemur reyndar fram í inngangi höfundar hér á eftir, en sá hluti verður ekki birtur
hér. „Norske seilskuter pá Islandsfiske" kom út árið 1980. Þriðja ritverk Kari Shetelig
Hovland um veiðar Norðmanna við Islandsstrendur heitir „Norske Islandsfiskere pá havet“
og kom út í septembermánuði sfðastliðnum.
Kari Shetelig Hovland er fædd 11. apríl 1916. Foreldrar hennar bjuggu í Björgvin og
þar ólst hún upp. Hún lagði stund á háskólanám í Ósló, London, Reykjavík og Kaupmanna-
höfn og lauk prófi í málvísindum, sagnfræði og ensku árið 1941.
Að afloknu námi starfaði Kari sem blaðamaður í Björgvin og Ósló og á þeim árum kom
út hennar fyrsta bók, sem reyndar var lokaritgerð hennar við háskólann í Ósló. Höfundar-
nafn hennar var þá Kari Hamre, en hún var þá gift Hákon Hamre, en þau skildu árið 1950.
Kari fluttist búferlum til eyjarinnar Bómlo úti fyrir vesturströnd Noregs árið 1955 og
giftist þar Mathias Hovland ári síðar. Fljótlega var Kari ráðin til að rita byggðarsögu Bómlo
og vann hún að því verki í áratug. Kom byggðarsagan út árið 1972, glæsilegt rit yfir 500
síður að stærð.
Eftir að Kari settist að á Bómlo jókst áhugi hennar á sögu fiskveiða verulega. Þegar
hún vann að ritum byggðarsögunnar komst hún í kynni við marga gamla sjómenn, sem
höfðu frá ýmsu merkilegu að segja og það sem heillaði hana hvað mest voru frásagnir af
Islandsveiðunum svokölluðu. Þegar ritun byggðarsögunnar var lokið sneri Kari sér að
söfnun heimilda um veiðar Norðmanna við íslandsstrendur og leitaði hún víða fanga bæði
í Noregi og á íslandi. Afrakstur rannsókna hennar hefur síðan birst okkur í áðurnefndum
þremur ritverkum.
Það var mikilvægt fyrir Kari á meðan á þessum ritstörfum stóð að á Bpmlo bjó hún á
meðal sjómanna. Mathias, maður hennar, var sjómaður, faðir hans hafði verið nótabassi
og skipstjóri og öll ættmenni hans tengdust sjósókn með einum eða öðrum hætti.
Undirritaður hefur þýtt þann hluta ritverksins „Norske seilskuter pá Islandsfiske“, sem
hér er birtur, ásamt Bjarna Þórðarsyni. Bjarni lést í maímánuði 1982 og mátti þá heita að