Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 93
MÚLAÞING
91
fleiri bættust við smátt og smátt, en gufuskipin voru aðeins lítill hluti
flutningaskipanna í sambandi við landnótaveiðarnar á íslandi 1880 -
1890.
Það sem skútunum var sameiginlegt var hin langa sigling yfir hafið
til íslands og afturtil baka. Þessar erfiðu ferðir, oftast í hörðum veðrum,
voru mikil áreynsla fyrir menn og skip, stýrisvaktirnar á opnu þilfari,
björgun segla í stórsjó, veltingur, núningur við ísjaka. Náttúruöflin
réðu ferðahraðanum, skúturnar gátu verið margar vikur á leiðinni.
Fjarlægðin er einna athyglisverðust í þessu sambandi. Hvernig gat
borgað sig að sigla frá Noregi allt til vesturstrandar íslands til að veiða
þorsk, sigla síðan með hluta aflans til Englands? Hvernig var unnt að
senda ár eftir ár 80 - 90 landnótabáta yfir hafið til veiða? Allt varð að
hafa meðferðis frá Noregi: nótamenn, báta, nætur og önnur fiskveiði-
áhöld, tunnur, salt, húsatimbur, við, kol, vistir o. s. frv., og loks varð
að flytja fenginn, síld saltaða í tunnurnar, til baka. -Fjarlægðin leiddi
einnig af sér önnur vandamál: ísland var ekki í símasambandi og ferðir
póstskipa strjálar. Það tók sinn tíma að senda boð frá firði til fjarðar
um veiði. Bréf milli íslands og Noregs voru oftast send með tilfallandi
skipsferðum.
Landnótaveiðar Norðmanna á íslandi eru sérlega áhugaverðar fyrir
það, að þær voru áður óreynd nýjung. íslendingar veiddu ekki síld,
utan lítilsháttar í net til beitu. Að veiða síld í landnætur á fjörðum
inni, einsogfiskimennirnir við norsk'u ströndinagerðu, tíðkaðist annars
ekki í löndunum við Norðursjóinn. Þess vegna fengu Norðmenn að
sitja einir að þessum síldveiðum (nema hvað íslendingar tóku þær
einnig upp smátt og smátt).
Að stunda veiðar og söltun langt inni í fjörðum í ókunnu landi, og
dveljast þar mánuð eftir mánuð með allt að 1800 manns og 180 skip,
hlaut að hafa vandamál í för með sér þegar til lengdar lét. Fróðlegt
er að fylgjast með viðbrögðum íslendinga við þessari innrás. Fyrst í
stað var hinn norski atvinnurekstur tekinn gildur sem gullnáma fyrir
landsmenn, en brátt tóku þeir að líta á norsku fiskimennina sem keppi-
nauta og skaðlega innrásarmenn. Alþingi varð stöðugt að setja ný,
strangari lög til verndar landsréttindum íbúanna.
Það varð ljósara ár frá ári, að rekstur landnótaveiða á íslandi frá
Noregi var mög vandasamur, dýr og áhættumikill. Hann útheimti sér-
þekkingu í öllum greinum: áhafnar, nótabassa, skipstjóra, útgerðar-
manns, þess sem um útbúnað sá, og útflytjanda. Hann útheimti góða
og virka samvinnu, bæði innan hvers leiðangurs og milli einstakra