Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 94
92
MÚLAÞING
nótalaga á svæðinu. Fjárframlög voru svo mikil, að margir útgerðar-
menn lögðu oft saman um íslandsútgerð til að dreifa útgjöldum og
áhættu.
Fyrsta síldveiðitímabilið á íslandi spannaði nákvæmlega 20 ár. Eftir
hina óverulegu byrjun á Seyðisfirði, óx þátttakan á áttunda áratugnum.
Frá og með 1880 hljóp mikill vöxtur í veiðarnar, næstu fjögur árin var
þátttakan í hámarki, með úthaldi allt að 92 nótalaga með tilheyrandi
uppbyggingu landstöðva. Svo hrundi allt saman éins og spilaborg, og
1889 kom ekki eitt einasta nótalag frá Noregi til veiða á íslandi. Orsak-
irnar munum við líta nánar á í bókinni.
Af prentuðum heimildum, sem ég hef notað við þetta starf (sjá
bókalistann), vil ég sérstaklega geta „Síldarsögu íslands," eftir Matthí-
as Þórðarson. Það er sagan um það hvernig síldveiðin þróaðist á Islandi
frá upphafi til 1938, eins og hún kom íslendingum fyrir sjónir. Matthías
Þórðarson notar oft samtímabréf og greinar í héraðsblöðunum á Norð-
ur- og Austurlandi, sem heimildir. Ég vil einnig sérstaklega nefna
„Einars sögu Ásmundssonar," eftir Arnór Sigurjónsson. Einar Ás-
mundsson var bóndi á Nesi í Eyjafirði, hann var alþingismaður og
mjög við það riðinn að örva íslenskt athafnalíf og þá sérstaklega fisk-
veiðar. Á árunum eftir 1880 skrifaði hann landfógetanum í Reykjavík
löng bréf með nýjustu fréttum frá Eyjafirði, um veðurfar, aflabrögð
og norska fiskiskipaflotann. Arnór Sigurjónsson hefur birt þessi bréf
í ævisögunni. Loks verður að geta bókar Einars Braga Sigurðssonar,
„Esju, bókarinnar um Eskifjörð," þar sem tilgreind eru öll hús, sem
standa eða hafa staðið á Eskifirði, einnig þau norsku, með upplýsingum
um hvar, hvenær og af hverjum þau voru byggð.
Ég hef einnig haft aðgang að ýmsum frumheimildum (óprentuðum
heimildum). Forstöðumaður Stavanger Sjófartsmuseum, Arne Bang
Andersen, hjálpaði mér við könnun á skjalasafni Kphlers, sem meðal
annars hefur að geyma 11 bréf til fyrirtækisins frá íslandi árið 1880.
Forstöðumaður Haugesunds Museum, Carl Buch, aðstoðaði mig með
skjölin, sem þar eru varðveitt, nefnilega skjöl H. O. Sundfórs með
bréfum og bókhaldsbókum frá íslandsleiðöngrum hans, og Smedsvigs,
Blixhavns og Rpnnevigs, reikningshald fyrir hinn sameiginlega „Is-
landsexpedition“ þeirra, ásamt dagbók skonnortunnar „Adorarn". -
Haugasundsútgerðarmennirnir Richard Amlie og Erik Kongshavn hafa
leyft mér afnot af skjölum frá íslandsleiðöngrum útgerðarinnar 1880
- 1890 (bókfærslubækur og bréf frá íslandi). Aftur á móti finnast engin
skjöl frá starfsemi Knudsensbræðra á íslandi (upplýst í bréfi til mín