Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 99
MÚLAMNG
97
Nokkrir norskir kaupmenn vildu reyna síldveiðar við ísland. Árið
1858 sendu Johannes Backe og Fr. Flansen, Álasundi, þangað jakt og
Grip konsúll í Björgvin sendi tvær, allar með síldarnætur. Þær komu
aftur til Álasunds um 20. september. Björgvinjarskipstjórinn A. A.
Hille frá Austevoll sagði að þeir hefðu verið á Skagafirði, Siglufirði
og Eyjafirði. Þeir fengu ekki síld, því þeir höfðu ekki net meðferðis,
síldin hélt sig í fjarðarmynnunum, svo ekki var ráðlegt að kasta. En
hér voru þykkar síldartorfur, áhöfnin drap margar síldar með árunum.
Islendingar veiddu lítilsháttar í net, aðeins til að afla sér beitu, „þeim
fannst síldin óþægileg til átu vegna beinanna“.
Grip konsúll hætti veiðunum við ísland. En sumarið 1859 sigldu
þrjár jaktir frá Álasundi til Norðurlands til þorskveiða, skipstjórar;
Myrseth, Juhler og Olsen. Jaktirnar komu heim aftur um miðjan júlí;
stormur hafði hindrað veiðarnar. Afli Juhlers var 2000 þorskar, 10
tunnur af lúðu og 20 tunnur spiks af hval, sem þeir fengu. Leiðangurinn
borgaði sig ekki.1
Albert Jacobsen í Mandal sigldi til íslands ár eftir ár með timbur-
farma og verslunarvörur. Vorið 1867 fermdi hann þar að auki galías
með tunnur, salt og síldarnet. Skúturnar höfnuðu sig á Seyðisfirði. Þar
keypti Jacobsen sj ávarlóð. Og hér lá leiðangurinn allt sumarið, verslaði,
lagði net og saltaði síld. Þeir urðu að greiða sekt fyrir ólöglega veiði,
en komu heim með 300 tunnur „af afbragðs síld“.
Albert Jacobsen, Carl Lund og fleiri stofnuðu „Mandals Fiskerisel-
skab,“ sem árið eftir bjó skonnortu og jakt til veiða við ísland. Útgerð-
armaðurinn Weyergang í Mandal gerðist aðili að félaginu með briggskip
sitt „Caroline“ og skonnortuna „Sleipner“, Skúturnar tóku timburfarm,
salt og tunnur í Mandal, nætur voru keyptar í Haugasundi, þar var
líka ráðinn nótabassi og fiskimenn. Svo var siglt til Seyðisfjarðar. Fisk-
veiðifélagið keypti stóra lóð við hliðina á lóð Jacobsens í fjarðarbotn-
inum, reisti þar stórt hús, sem síðan var kallað „Kompaníið“. Skipstjór-
inn ungi á „Sleipner“, Otto Wathne, keypti sjávarlóð við fjörðinn
sunnanverðan við Búðareyri, þar lá skip hans fyrir akkeri í vogi, sem
síðan kallaðist „Wathnesvík“.
Þrjár skúturnar héldu svo með nótabrúk og fiskimenn til Eyjafjarðar.
Þar lágu þær lengi, en „fengu ekki bein“. Þær héldu því aftur til Seyð-
isfjarðar. Nú notuðu menn færi, veiddu þorsk og söltuðu. Menn úr
sveitunum komu ríðandi og vildu versla, um borð í „Caroline“ var lítil
krambúð. - Um miðjan október komu miklar síldargöngur í fjörðinn.
' Vollen 1942 bls. 31.
7