Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 100
98
MÚLAÞING
Nótalögin náðu mikilli síld í lásana og unnu af kappi og tókst að salta
2.400 tunnur. Þá gerði ofsarok. Lásarnir rifnuðu, svo það sem eftir
var í þeim af síld slapp, það voru um 4.000 tunnur. Landfestar slitnuðu,
„Sleipner“ rak á land og brotnaði. „Caroline“ rak til hafs, en var
bjargað af dönsku hvalveiðagufuskipi. - í bréfum.dagsettum á Seyðis-
firði 15. og 20. nóvember, segir að allir Norðmennirnir séu farnir, utan
3 beykjar, sem eiga að búa í „Kompaníinu“ um veturinn og búa til
tunnur. Nú er fjörðurinn líflaus aftur.1
íslendingum kom það einkennilega fyrir sjónir, að fiskimennirnir
norsku skyldu halda langar leiðir yfir hafið eftir síld, en enginn skeytti
því. Þeim sem högnuðust um nokkrar krónur í landsskuld eða á síld-
arvinnu fannst sem þetta væri gott fyrirkomulag. Sýslumaðurinn á
Seyðisfirði krafðist spítalagjalds eins og af öðrum fiskveiðum, 27.5
aura á tunnu saltaðrar síldar. Norðmönnum þótti þessi skattheimta
ósanngjörn, þar sem hvorki var læknir né sjúkrahús á staðnum. Annars
voru engin lagaákvæði til um síldveiðar á íslandi.2
Síldin frá Seyðisfirði var óvenjulega stór og feit, í Stokkhólmi fékkst
hátt verð fyrir hana, allt að 40 krónur fyrir tunnuna. En aðeins „Man-
dals Fiskeriselskab" hélt áfram þessum veiðum. Það hafði skip, menn
og nótabrúk á Seyðisfirði sumar hvert. Oft biðu menn árangurslaust
eftir síldinni og fengu lítil laun erfiðis síns.
Árið 1870 gekk vorsíldin ekki á hin hefðbundnu mið við Noreg og
lengri tímar liðu uns hún sást þar aftur. En síldarbæirnir, Björgvin,
Stafangur og Haugasund fluttu út síld sem áður.
Eftir að vorsíldveiðin brást sendu útflytjendurnir skip sín til Norður-
Noregs til að kaupa feitsíld og stórsíld. Allt frá 1850 - 1860 höfðu
Björgvinjarkaupmenn saltað feitsíld á Mæri og í Þrændalögum á
sumrin. Og 1860- 1870, þegar stórsíldin gekk upp að norðurströndinni
á haustin, höfðu allir síldarbæirnir skip þar til síldarkaupa. En 1870
sendu þeir næstum tíu sinnum fleiri skip til síldarkaupa en áður. Við
norðurströndina lágu þá 500 síldarkaupaskip, sem áttu heimahafnir
lengra suður frá. - Ár eftir ár hélt nú stór floti norður eftir með tunnur
og salt vegna feitsíldar- og stórsíldarveiðanna. Skúturnar komu heim
með saltsíld, sem þá var raðað að nýju, „búin til útflutnings,“ og send
áfram til kaupenda erlendis.
Fljótlega fylgdu fiskimennirnir með norður. Allar þúsundirnar, sem
fengust við netaveiði, voru úr leik. En margir, sem réðu yfir landnóta-
1 Matthías Þóröarson: Síldarsaga fslands bls. 86 - 87.
2 Matthías Þóröarson: Síldarsaga íslands bls. 136.