Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 101
MÚLAÞING
99
brúki, héldu til Þrændalaga eða Norðurlands með næturnar, í stóru
opnu nótabátunum sínum. Sumir seldu næturnar þar norður frá, en
voru þó með við veiðarnar árum saman. Annars var það algengast að
meiriháttar síldarútflytjendur hefðu sín eigin landnótabrúk á feitsíldar-
og stórsíldarveiðunum með nótamönnum, íbúðar- og söltunarskipum,
og sumir komu á fót söltunarhúsum norður frá.
Vorsíldveiðin hafði verið almenningsveiði. En Rogalendingar og
Hörðalendingar, sem voru í Norður-Noregi með landnótabrúk, urðu
atvinnufiskimenn. Þeir fóru langt frá heimilum sínum og voru burtu
hálft ár. Þessar veiðar útheimtu duglegt úrvalsfólk. Oft varð að elta
feitsíldina með allri strandlengjunni frá Þrændalögum til Finnmerkur.
Það var erfiði að flytja nótabrúkið frá firði til fjarðar, enda þótt venju-
legt væri að nota lítil gufuskip sem dráttarbáta. Stundum var enga síld
að fá, en allt í einu komu svo þykkar síldartorfur, að ekki var ráðlegt
að kasta á þær. Bassarnir urðu að venja sig á að hjálpast að. Stundum
stofnuðu nokkur nótalög til fastrar samvinnu alla vertíðina, eða þá að
þau köstuðu í félagi. Miklir bassar frá Sund, Austevoll og Karmsund
fengu að spreyta sig á veiðum við Norðurlandið.
Tími smásaltenda frá vorsíldartímanum var liðinn. Síldarviðskiptin
komust öll í hendur stórra félaga, sem lögðu stund á útflutning og
skipaútgerð. Þannig hlaut að fara. Að gera út leiðangra til síldveiða á
Norðurlandi, annast verkun, flutning á markað og vöruflutninga, út-
heimti fjármagn og sérþekkingu. - Þetta var oftast hagstæður atvinnu-
rekstur. Mörg skip voru keypt. Helst voru jaktirnar við síldarflutning-
ana, en smátt og smátt komu margir nýsmíðaðir galíasar til sögunnar.
Þeir voru stærri og tvímastraðir. Nokkrar nýjar skonnortur og gufuskip
voru einnig í síldarflutningum.
Utflutningur saltaðrar stór- og feitsíldar varð mestur árið 1872, yfir
milljón tunnur, og árið 1874 yfir 900.000 tunnur. En eftir þetta síðasta
uppgripa aflaár hvarf stórsíldin af miðunum. Nú var allt kapp lagt á
feitsíldveiðina, og veiðin óx. Síldarviðskiptin voru í þenslu, sem ekki
varð stöðvuð.
A sama tíma lágu Mandælir stöðugt við á Seyðisfirði á sumrin og
fiskuðu. Árið 1872 notuðu þeir aðeins net, en komu heim um haustið
með drekkhlaðin skip af síld og fiski, bæði kútter Lunds „Mandal“ og
galías Jacobsens „Aurora“. - Oftast veiddu þeir síldina í landnætur.
Árið 1873 var afbragðs síldarár, Norðmenn fengu mikla síld á Seyðis-
firði. Sagt var að Reyðarfjörður væri einnig fullur af síld, en að enginn