Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 102
100
MÚLAÞING
íslendingur hugsaði lengra en að ná sér í beitusíld öðru hverju.1 Þann
14. nóv. kom jakt frá Mandal til Haugasunds hlaðin síld frá íslandi og
áhöfnin var afskráð eftir ferðina.2 Árið eftir var lítið um síld í öllum
fjörðum.
Árið 1875 urðu Lund og Jacobsen einir eigendur „Mandals Fiskeri-
selskab“. Síldin kom aftur og var í þykkum torfum í Reyðarfirði. Þar
keyptu margir bændur síldarnet. Á Seyðisfirði jusu norsku fiski-
mennirnir upp síldinni. Áður en júlí var allur höfðu þeir saltað í 300
tunnur á hverri skútu, og 600 - 700 tunnur voru í lás.3
Hvert sumar og haust í 8 ár höfðu menn frá Haugasundi og Karmöy
veitt síld við ísland. Maður sagði manni hvernig veiðin gengi og af hinni
miklu síldargengd, sem fyllt gat firðina. Kaupmenn og útgerðarmenn
fengu áhuga. Mörg fyrirtæki tóku upp hugmyndina að reyna síldveiði á
íslandi. Þau höfðu aflað sér mikillar reynslu í að senda leiðangra til
fjarlægra staða til veiða og söltunar. Þau höfðu þjálfaða menn, skip,
áhöld, allt, sem með þurfti. Hvers vegna ekki að halda vesturyfir hafið?
í mars 1876 hafði sveitarstjórnin á Seyðisfirði leigt 4 norskum síld-
arfélögum húsgrunna úr landi kristfjárjarðar og var ársleigan 60 krónur
fyrir hvern. Síðar um vorið héldu skip með nótabrúk frá Skudeneshavn
til Seyðisfjarðar. Mesta útgerð hafði Sigvart Waage. Hann hafði fermt
galías „Ora & Labora“ og fleiri jaktir með nótum, bátum, tunnum,
salti og byggingatimbri. Hpvring var bassi eins nótalagsins.4 Leiðang-
urinn reisti hús á einum eða fleirum grunnanna á Vestdalseyri. - Þetta
sumar og haust var lítið um síld, skúturnar héldu hálftómar heim. En
Hpvring nótabassi og nokkrir fiskimenn höfðu vetursetu á Seyðisfirði.
Skúturnar frá Mandal og Skudeneshavn komu aftur næsta sumar.
Einn af fiskimönnunum með „Ora & Labora“ var Jonas Andorsen
Syre, en hann tilheyrði nótalagi Hövrings. Það var mikið erfiði að fá
í tunnurnar, róa hinum þungu nótabátum dag eftir dag út á fjörðinn
í misjöfnum veðrum, kasta og draga þungar næturnar og fá oft aðeins
lítinn síldarslatta fyrir allt stritið. Heima beið konan, vissi ekki hvort
maðurinn var á lífi, og tíðum stóð hún á sjónarhólnum og starði vestur
á hafið eftir skipi. Loksins þegar komið var fram í október kom Jónas
og nótalagið hans sunnanfyrir Stað í afspyrnuroki.5
1 Matthías Þórðarson: Síldarsaga Islands bls. 90.
2 Karmsundsposten 15. nóv. 1873.
3 Matthías Þórðarson: Síldarsaga íslands bls. 90.
4 Skhvn. bls. 53. L. P. Syre.
5 L. P. Syre.