Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 104
102
MÚLAÞING
í júnímánuði komu þessar 7 skútur frá Haugasundi til Eskifjarðar.
Engin þeirra hafði timbur meðferðis, en skipstjórar Sundfprs tóku
fjárhús á leigu til þess að hafa til umráða „hús á landi“.'
Sumarið 1879 var bæði heitt og þurrt á austanverðu íslandi. En minna
var um síld en árið áður. Nótalögin tvö á Eskifirði köstuðu mikið, en
fengu bara smáslatta, söltuðu lítið eitt. Leiðangrarnir höfðu lítið samband
við útgerðarmennina í Haugasundi; ísland var ekki í símasambandi, og
danska póstgufuskipið kom aðeins fimmtu hverja viku til Eskifjarðar.
Fyrsta síldin frá Eskifirði kom til Haugasunds 4. september með
galías „Skaanevig“ og allir, sem heima biðu, fengu nú fréttir af veiðun-
um. Þann 5. september símaði Sundfór til skonnortunnar „Elísa“ í
„Vesterálen": „Farið strax Eskifjörður ísland. Oscar hefur saltað 800
tunnur. Ef ekki meiri síld strax fáanleg, heimsendist Oscar með síldina.
Elísa, Aarvak, Enighed bíði stórsíldarinnar á íslandi til nóvemberloka.
Heilsaðu öllum á íslandi, allt gengur vel heima. Verið iðnir allir menn“.1 2
Galías „Skaanevig“ sigldi þegar 10. september áfram til Svíþjóðar með
síldina.3
Annars gekk ekki allt eins og Sundfpr hafði áætlað. Þegar sumarsíld-
veiðunum lauk á Eskifirði, vildi víst enginn liggja þar fram á haustið
og bíða í óvissu. Þann 30. september komu „Enigheden“, „Oscar“ og
„Aarvak“ til Haugasunds með síld, og viku seinna komu þrjú síðustu
skip Mons Larsen. Alls höfðu hinir Haugasundsleiðangrarnir tveir að-
eins fengið 1.700 tunnur af síld. En verðið var gott í Svíþjóð, 35 krónur
tunnan.
Þetta sumar lágu tvö norsk skip á Eyjafirði, í fyrsta sinn síðan 1868,
og fengu góðan afla.4 5
Seint í október kom haustsíldin í stórum torfum og fyllti Seyðisfjörð.
Hér lágu enn mörg norsk nótalög. Kastað var og tekið í lás og beinlínis
slegist vrð síldina. Síldartorfurnar voru hnausþykkar, svo það varð
alltof þröngt í lásunum. Hér varð að rýma til, ef síldin átti ekki að
kafna. Fólkið í sveitunum í grennd fékk skilaboð um að það gæti sótt
síld í lásana án greiðslu. Nótalögin tóku á land og söltuðu alls 8.000
tunnur af þessar ágætu haustsíld. En því miður fór enn meira til spillis.
Talið var að um 10.000 tunnur af síld hafi drepist í nótunumú íslend-
1 Reidar 0stensj0: „Haugasund 1835 - 1895. Hgsd. 1958.
2 Skjalasafn Sundfdrs.
3 Karmsundsposten 10. sept. 1879.
4 Matthías Pórðarson bls. 91.
5 Matthías Pórðarson bls. 91.