Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 107
MÚLAÞING
105
Skonnortubriggskipið Anny F0yen. Eigendur: John og Ole Andreas Knudsenfrá Vibrands0y.
Beykjar, bátasmiðir, netagerðarmenn, bakarar unnu dag og nótt til að
ljúka því, sem fara átti með. -12 nótabrúk átti að senda frá Haugasundi
til veiða við ísland, flest voru þau á vegum tveggja til þriggja útgerð-
armanna, sem hver tók þátt í hinu sameiginlega fyrirtæki með einu
skipi. En nokkrir útgerðarmenn voru einir um leiðangur. Það á við
um Sundfpr, það á einnig við um Haktor Enes með galíasana „Embla“
og „Kaperen“ og Dominicus Nagell með jaktina „Freya“ og galíasana
„Ansgar“ og „Sensus“. Bræðurnir John og Ole Andreas Knudsen á
Vibrandsóy rétt fyrir utan bæinn bjuggu út sinn eigin leiðangur með
galíasana „Regres“ og „Ida“ og skonnortubriggskipið „Anny F0yen“.
Nótalagið þeirra var frá Fóyen (Fóyno), smáeynni fyrir vestan Karmpy,
þar sem bræðurnir voru fæddir. - Ludolf Eide með galíasinn „Liberal"
og bróðir hans og bróðursonur Tpnnes og Fritjof Eide með galíasinn
„Signe“ voru saman um íslandsleiðangur. Alls voru 41 Haugasundsskip
ráðin til íslandsferðar, 8 jaktir, 30 galíasar og 3 skonnortur („Anny
F0yen“, „Thor“, sem var eign Johans Thoresens og „Vingolf", sem
Hagland átti).1
Sigvart Waage í Skudeneshavn bjó í fimmta sinn þrjú skipa sinna
til veiða við ísland, briggskipið „Hilda“ og jaktirnar „Rapid“ og
0stensj0 bls. 329. Skipaafgreiðslulistar B. T. og Karmsundsposten 1880.