Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 109
MÚLAÞING
107
á Norðurlandi. Félagið útbjó tvö
skip til siglingar frá Álasundi til
Eyjafjarðar með nótabrúk og
byggingarefni.1
Þetta árið héldu skútur til veiða
við ísland, með 28 landnótabrúk
og 578 menn.2
Skipstjórinn réði fyrir sínu
skipi, en bassinn fyrir sínu nóta-
brúki. Þeir, sem réðust til íslands-
ferðar, urðu að skrifa undir skuld-
bindingu um hlýðni og um að leysa
af hendi alla þá vinnu, sem þeim
var skipað til, hvort heldur var á
nótt eða degi, bæði sem áhöfn um
borð og sem nótamenn á fiskibát-
unum. Þeir áttu að taka síld úr
lásunum, salta og stafla tunnum, þeir skyldu taka þátt í að smíða hús
og bryggjur. Sumirurðu að vera iðnaðarmenn, beykjar ogtimburmenn.
Einn skipstjóranna, sem oft var sjálfur eigandi eða meðeigandi í
skipinu, stjórnaði öllum leiðangrinum, kom fram í nafni fyrirtækisins,
tók ákvarðanir og gerði samninga. Fyrirtækið Kphler, sem sendi út af
örkinni tvö landnótabrúk, réði T. P. Nielsen til að koma á fót stöð á
landi og hafa verkstjórn á hendi. Dugandi fólk var eftirsótt til svona
erfiðrar ferðar á óþekktum slóðum. Eímfram allt skipti máli að fá
röskan nótabassa, sem hafði lag á að finna síld.
Kphler leitaði eftir nótabössum og fékk svar frá mörgum þrautreynd-
um mönnum á Haugasundssvæðinu. Jacob J. Sakkestad skrifaði:
„Á auglýsingu yðar sé ég að þér leitið að hæfum nótastjórnanda á
Islandi. Ég vil því bjóða mig fram sem slíkan. Áður hef ég aðeins
verið eitt ár á íslandi fyrir Mandals Compani, hinsvegar hef ég í tvö
ár verið norðanlands fyrir hr. H. Svensen, Stafangri og tvö ár fyrir
Heljesen, en hef annars stjórnað nótabrúkum í 12 eða 13 ár á ýmsum
stöðum. Ef þér fallist á tilboðið set ég upp 16 krónur á viku og frítt
fæði í ferðinni, auk þess þann hlut eða prósentur, sem ákveðið verður.“
Næsti umsækjandi, Lars Norem, krafðist sömu launa. Hann hafði verið
nótabassi í 20 ár, bæði á vorsíldveiðum hér suðurfrá og feitsíldarveiðum
1 Vollan 1942 bls. 78.
2 N. O. S. 3. rekke nr. 49 1886.
Otto Wathne og fjölskylda.