Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 110
108
MÚLAÞING
norðurfrá við Finnmörku með ágætum árangri. Hann var fús til að
skuldbinda sig skriflega til að neyta ekki áfengra drykkja. Tveir fullgild-
ir sjómenn, sem voru með honum í síðustu ferð, óskuðu að ráðast í
nótabrúk með honum. - Ole J. Waage skrifaði frá Fosen: „Ég hef
verið nótastjórnandi í um 14 ár, 4 ár hjá E. P. Storesund (Hgsd.)
norðanlands og á vetrarveiðum, 3 ár hjá T. F. Rossebó (Hgsd.) norðan-
lands og á vetrarveiðum. Annars hef ég unnið hjá O. Haadne og Peder
Engóen og einnig Gunder Balle, sem ég oft var í veiðifélagi með.
Aðstæður á íslandi þekki ég annars mjög vel. Kaupið er 48 krónur, -
og fæðið. Og 14 aura fyrir hverja saltaða tunnu síldar.“ Rasmus J.
Lodden á Bpmlo sendi svipaða umsókn, hann hafði verið bassi hjá
Ploug & Sundt, Stafangri, og Gjermund Bengtsson, Storð. Hann var
fær til trésmíða og bátaviðgerða. Og „hvað varðar skapgerð og skyldu-
rækni skal ég útvega yður vottorð margra manna.“ - Kphler réð engan
þessara góðu bassa; hann valdi Haga (frá Karmpy) og Hommersand
(frá Hommersák).1
Meðal íslandsfaranna voru einnig tveir Stafangurskaupmenn, Sigurd
Johannessen og Torvald Imsland með konur og börn. Þeir höfðu selt
hús sín, fyrirtæki og allt sem þeir áttu og ætluðu að setjast að á
Seyðisfirði. Faðir frú Imsland kvaddi hana með sorg í sinni. „Veslings
þú, Kristín,“ sagði hann, „sem verður að fara svo langt í burtu, til
hins nakta og kalda íslands.“2
Yfir hafið
í maí létta þeir akkerum einn af öðrum, jaktir og galíasar eru dregin
út á opið haf og segl eru undin upp í sumarvindinum, stefna í norð-
vesturátt mót stöðugt bjartari dögum og nóttum. Margir sigla í tvær
vikur yfir eyðilegt hafið áður en þeir sjá ísland rísa úr sæ, dökkbláan
vegg með þak úr hvítum jöklum mót himni. Hér er enginn skerjagarður,
sjórinn gengur beint á land, brimið skolar naktar strendur.
í norðri skagar nes út í hafið hvasst og ljótt, Glettinganesið, Trölla-
nesið. I suðri teygir Dalatanginn sig út í odda, sem straumurinn ólgar
um. Milli þeirra opnast stór, breiður flói og inn úr honum skerst Seyð-
isfjörður til vesturs, með há fjöll til beggja handa. Hér er kyrrt og
eyðilegt. Angan af móreyk berst sem kveðja frá smábýlunum. Á
norðurströnd fjarðarins, við Dvergastein, stendur kirkja. í fjarðarbotn-
1 Skjalasafn K0hlers.
2 Stavanger Aftenblad 16. júlí 1898.