Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 111
MÚLAÞING
109
Hús K0hlers á Seyðisfirði og bryggja. Pegar myndin var tekin var húsið notað sem kolabirgða-
stöð fyrir enska togara.
inum við ána, Fjarðará, býr sýslumaðurinn og þrír verslunarmenn og
nokkrir tómthúsmenn í lágreistum torfbæjum.
Þegar þann 17. maí er „Vigilant“, gufuskip Kphlers, komið til Seyð-
isfjarðar. Síðan heldur skipið til næstu fjarða, en Nielsen framkvæmda-
stjóri og Malde skipstjóri komast að þeirri niðurstöðu, að á Seyðisfirði
sé völ á bestu byggingarsvæðunum. Þar taka þeir á leigu sjávarlóð 220
álna langa utan við Wathnesvík, á Búðareyri undir snarbröttum Strand-
artindi. - Um 1. júní liggja öll íslandsför Kphlers fyrir akkerum við
Búðareyri. Flér safnast saman smátt og smátt allar Stafangursskúturnar
og þær frá Mandal, leiðangri Ottós Wathne og Nagells frá Haugasundi.
Nokkrir taka lóðir á leigu og hefjast handa um byggingar, bæði Kphler,
Henrik Svendsen, Ottó Wathne, Dominicus Nagell og Albert Jacobsen,
sem í ár reisir sitt eigið hús, utan við „Kompaniet14.1
Sunnan Dalatanga skerst hinn þröngi Mjóafjörður langt inn í landið
til vesturs, eins og glufa milli fjallanna. Stöku bær læsir sig utan í
brattar hlíðarnar. Engin verslun er í firðinum, aðeins lítil kirkja inni
í fjarðarbotninum. Nokkur skip frá Haugasundi og jaktin „Helga“ frá
Storð leggjast við hið breiða, flata Asknes að sunnanverðu við fjörðinn.
Skjalasafn K0hlers. Matthías Pórðarson bls. 98.