Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 112
110
MÚLAÞING
Nils Olsen Vea sest að innar, við Skolleyri. Hann fer ríðandi um
fjallaskarð til Seyðisfjarðar til að ganga frá skjölum sínum hjá sýslu-
manni.1
Tangi skilur á milli Mjóafjarðar og Norðfjarðar. Norðfjörður er
breiður, opinn fjörður sem gengur inn í landið í suðlægri stefnu. Hér
stansar „Rap“ galías Lehmkuhls, og Hans Hansen, leiðangursstjóri,
tekur á leigu sjávarlóð úr Neslandi.2 En hér er útfiri mikið og auk þess
er þar bara sand að hafa, ekki grjót til bygginga, og ekkert skjól fyrir
hörðum norðaustanstorminum. Leiðangurinn heldur lengra suður í leit
að betri byggingastað í næsta stóra firði, Reyðarfirði.
Hinn stóri Reyðarfjörður teygir sig til norðvesturs langt inn í landið,
og skiptist innst í tvo arma. Nyrðri armurinn nefnist Eskifjörður. Mót
sól í skjóli af fjallinu eru á bænum Lambeyri tvær stórar gamlar verslan-
ir, utar er Útkaupstaður en innar Framkaupstaður. I kaupstaðnum búa
einnig læknir, sýslumaður og gestgjafi. Milli Eskifjarðar og syðri arms
Reyðarfjarðar er hið stóra Hólmanes með Hólmakirkju og prestsetrið.3
Mestur hluti Haugasundsflotans heldur til Eskifjarðar. Nokkrir leigja
sér byggingastæði og byrja að byggja. Haktor Enes reisir hús á Hólma-
nesi, Dahl frá Florp byggir á ströndinni við Framkaupstað, fyrir utan
Útkaupstað byggir Sundfór sjóhús með breiðum dyrum fyrir báta og
nætur.4 Lítið eitt utar leigir Hans Hansen sjávarlóð fyrir Lehmkuhl.
Mennirnir á „Rap“ hefjast handa um húsgrunnsgerð og gera traustan
vegg út í sjóinn, þeir hafa tilhöggnar steinblakkir meðferðis frá
Björgvin.5 Ennþá utar, á bænum Svínaskála, byggir Mons Larsen Kro
sjóhús.
Samtímis taka nokkur norsk síldarskip stefnu til Norðurlands. Tvær
skútur frá Haugasundi koma til Akureyrar snemrna í júní, þær ætla
til ísafjarðar og veiða síld, en komast ekki leiðar sinnar vegna hafíss.
Þær halda áfram ferð sinni strax og fært er.6 Þetta eru „Heimdal“ galías
Amlies og „Solid“ í eigu Kongshavns. Þeir taka lóðir á leigu á ísafirði,
setja upp húsið, sem þeir höfðu meðferðis, liggja þar við og veiða.7
Galías „Stord“ og jaktin „Helena“ koma til Eyjafjarðar í júní til að
stunda síldveiðar. Skipstjórarnir kaupa borgarabréf á Akureyri, en
1 L. Marrries.
2 Skjalasafn Lehmkuhls.
3 Einar Bragi: Eskja II, 1977.
4 Einar Bragi: Eskja II, 1977.
5 Skjalasöfn Lehmkuhls og Köhlers.
6 B. T. 15. 7. 1880.
7 Skjalasöfn Amlies og Kongshavns.