Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 115
MÚLAÞING
113
segja hitt stúlku, sem kann dönsku, „nei, nei, Wagle er Wagle hvað
svo sem þið gerið við hann.“
Gufuskipið „Vigilant“ hafði verið heima í Stafangri og kom í lok
júní aftur til Seyðisfjarðar með nýjan salt- og tunnufarm. Þá spyrst að
síld sé í Eskifirði. „Vigilant" heldur strax suður þangað með tvo nóta-
báta í eftirdragi. Haga og sex fiskimenn eru með, hinir 10 verða eftir
á Seyðisfirði við öllu búnir. Á Mjóafirði tekur „Vigilant“ „Viva“ með
sér og sex af fiskimönnum Hommersands.
Á Eskifirði liggja nú 15 norsk skip. Veiðin er hafin. Sundfpr, Lehm-
kuhl og Mons Larsen hafa fengið nokkur hundruð tunnur af stórri
magurri síld. Veðráttan er stirð, þoku- og vindasöm og síldin er dreifð,
í smátorfum. - „Drengirnir frá F0y’no“ (Nótalag O. A. Knudsen), og
Kphlerspiltarnir eru brátt komnir í veiðifélag og ná nokkru af síld í
lás; Wagle saltar 122 tunnur á „Viva“. Á sama tíma saltar Olsen á
„Svanen“ 70 tunnur síldar, sem Hommersand hefur náð í lás á Mjóa-
firði.
„Vigilant“ dregur Haga og nótabrúkið aftur til Seyðisfjarðar. „Viva“
skipar síldartunnunum upp í Kphlershúsið. Allir vinna af kappi að því
að ljúka húsbyggingunni. Tómar tunnurnar taka að gisna, því þær hafa
lengi legið undir berum himni í sólinni. - Síldar verður vart í firðinum.
Kvöld eitt hafa fiskimennirnir róið góðan spöl út fyrir Dvergastein
með nætur sínar. Pá kemur síldartorfa vaðandi af miklum krafti inn
fjörðinn. Mennirnir af „Vigilant“ og „Viva“ og allir sem vinna að
húsagerðinni, flýta sér í bátana, taka með sér nót, róa þangað út, sem
síldin veður, og kasta.
Nótabátarnir hafa snúið við, þeir halda í flýti inn aftur, og Haga
tekur forystuna. En kastið misheppnast, aðeins hálf tunna síldar fæst.
- Nú vona menn, að síldin myndi torfur við næstu tunglfyllingu og
gangi inn í fjörðinn.1
I Eyjafirði hafa fiskimennirnir haft heppnina með sér. Síldin var á
leið inp fjörðinn um mánaðamótin júní - júlí, og þorskurinn elti.
Álasundsfélagið og Storðarfélagið höfðu samtök sín á milli um gufu-
skipsfarm af tunnum og salti frá Noregi. Fyrir 8. júlí höfðu þau fengið
1.000 tunnur síldar í lás.2 Þau voru fáliðuð og urðu að salta í flýti, svo
það varð að moka síldinni í tunnurnar. Gufuskipið var sent til baka
með fullfermi af saltsíld.3
1 Skjalasafn Köhlers.
2 Matthías Þóröarson: Sfldarsaga fslands bls. 96.
3 Volan 1942 bls. 78.
8