Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Page 117
MÚLAÞING
115
Teikning afbœnum Firði, Seyðisfirði, 1882. Svona voru bœirnir á Austfjörðum þegar norskir
síldveiðimenn hófu þar síldveiðar. - Teikn. K. Sedivý.
einn Kaupmannahafnarbúi og tveir íslendingar. Hér býr prestur og
sýslumaður, en að öðru leyti eru íbúarnir fátækir fiskimenn. Presturinn
þjónar tveimur sóknum, Mjóafirði og Seyðisfirði, í Mjóafirði hefur
hann messað þrisvar á einu ári.
Hér messar hann aðeins þegar menn einstaka sinnum koma sjóleiðina
eða landveg til kirkju; þeir koma einkum til að gera sér glaðan dag og
drekka með prestinum. Hann fer og kaupir brennivín í 5 potta
blikkdunk. Hitti hann kunningja á leið sinni, drekka þeir og svo kyssast
þeir, eins og venja er. „Tómthúsmenn búa við mjög slæm kjör, á
veturna skríða þeir í híði sín eins og björninn, þá lifa þeir að mestu
á harðfiski og brauði; með þessu hafa þeir bræðing úr lýsi og tólg, til
eldsneytis nota þeir svörð og þurrkað sauðatað. Þeir eru einkar vin-
gjarnlegir og gestrisnir.“ Bændurnir upp til dala búa við betri kjör,
skrifar hann enn, þeir hafa stórar sauðahjarðir. Þeir koma niður á firði
í verslunarerindum. Einn eða tveir menn ríða á undan með 18-20
klyfjahesta. Hver hestur ber tvo stóra ullarsekki, taumurinn er bundinn
í taglið á næsta hesti, svo öll halarófan hangir saman.1
Haugasundsbúi, sem liggur allt sumarið á Eskifirði, skrifar heim, að
þessi staður sé algjörlega einangraður frá öðrum hlutum veraldar. Hér
1 B. T. 29. 7. 1880.