Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Side 118
116
MÚLAÞING
er hráslagalegt og kalt, en menn eru vingjarnlegir og góðir. - Um eina
helgi fer hann í ferðalag með skipsfélaga sínum og skipstjóranum á
„Enigheden“ og íslenskum prentara, Guðmundi Sigurðssyni, sem er
túlkur. Þeir leggja upp frá Eskifirði klukkan 10 á laugardagskvöldi
hver um sig á röskum reiðhesti með afbragðsgóðum reiðtygjum. Fyrst
ríða þeir yfir hátt fjall, þar sem það er hæst er það tvær mílur frá sjó.
Síðan fara þeir yfir mörg hæðardrög og djúpa dali. Klukkan 3 á sunnu-
dagsmorgun koma þeir loks að bæ. Það eru Þórðarstaðir, (Tordarstad.
Könnumst ekki við bæ með þessu nafni. Elyggjum að átt sé við Þuríð-
arstaði. - Þýð.) en þá hafa þeir riðið 4 mílur. Strax eru þeir boðnir
velkomnir, góður matur er á borð borinn og hestarnir fá hey. Hér
hvíla þeir sig í rúmlega þrjár stundir. Svo ríða þeir enn 4 mílur og
koma í stóra sveit með mörgum bæjum.
Allsstaðar var þeim vel tekið, bændurnir eru gestrisnir og viðfelldnir.
Hópur ungra og gamalla íslendinga kemur ríðandi inn á túnið þar sem
ferðamennirnir hafa numið staðar, til þess að sjá þá og tala við þá og
heyra frá „Norðmannanna ágæta landi.“ Til endurgjalds segja Islend-
ingarnir kafla úr fornsögunum. Þeir unna sögunum og líta á þær sem
sinn mesta fjársjóð. - Klukkan 8 á sunnudagskvöld er lagt af stað til
baka. Þrjátíu og fimm hraustlegir íslendingar á fjörugum hestum fylgja
gestunum margar mílur áleiðis. Loks verða þeir að snúa við, og þá,
segir í bréfinu, „fylgdu þeir okkur lengi með löngunarfullu augnaráði
um leið og þeir hvað eftir annað hrópuðu í kór: Húrra, húrra fyrir
hinum norsku bræðrum." - Mánudagsmorgun klukkan 5 koma vinirnir
fjórir aftur til Eskifjarðar hinir ánægðustu með ferðina.1
Lengst í norðvestur, við ísafjörð, lágu um bjartasta sumarmánuðinn
tvö nótalög og veiddu síld, leiðangrar Amlies og Kongshavns frá
Haugasundi og Sigvarts Waage frá Skudeneshavn. í reikningsbók sína
hefur M. H. Kongshavn, skipstjóri, fært í júlí: „Útborgað ísafirði:
Landshlutur af 450 tunnum @ 4.00 kr. 72.00
Spítalagjald af 1.224 tunnum @ 28 aur. 332.72
Grunnleiga fyrir húsið 30.00
Samningur um sama 5.00
Hálft afgreiðslugjald 9.73
10 pottar romm 12.00
Per kontant frá J. Sprensen (Amlie) 100.00 kr.“2
Þetta reikningshald er fyrir sameiginlega síld leiðangursins.
1 Karmsundsposten 24. 11. 1880.
2 Skjöl Kongshavns.