Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Qupperneq 119
MÚLAÞING
117
Það varð að ráði að „Heimdal“ héldi heim fullhlaðinn og kom hann
til Haugasunds 12. ágúst og affermdi daginn eftir. Af þessari síld voru
910 tunnur kverkaðar og fluttar út.1 - „Solid“, galías Kongshavns, hélt
með nótabrúkið austur til Eyjafjarðar og þangað kom „Heimdal“ til
baka frá Haugasundi með nýjar birgðir af salti og tunnum.
Þegar dimma tekur af nótt í ágústmánuði, lifnar yfir á Austfjörðum.
Hverja nótt eru fiskimennirnir á Seyðisfirði á sjó og eltast við duttlunga-
fulla sumarsíldina, torfurnar ganga sífellt lengra inn fjörðinn og stöðugt
er kastað, en lítið fæst. Þeir taka síldina á land og salta á daginn, og
12. ágúst heldur gufuskipið „Vigilant“ heimleiðis til Stafangurs með
956 tunnur af saltsíld og bréf til Kphlers: „Guð gefi að þér fáið að sjá
Wigilant liggja við „Jorenholmshuset“ með farm sinn,“ skrifar Th. P.
Nielsen. Vegna vinnunnar við húsbyggingu og síldarsöltun hafa þeir
notað eitt anker af kornbrennivíni, sem sannarlega hefur borgað sig,
og þeir verða að fá annað fyrir haustvertíðina. Beykirinn hefur sagt,
að hann sé fús til að vera hér um veturinn og búa til nýjar tunnur, ef
hann fær hæfan aðstoðarmann, „og ef þér sendið einhvern,“ skrifar
Nielsen, „verðið þér að senda mann, sem nýtur góðs álits, því hér eru
freistingar - við höfum nóg af þorpurum - en við getum líka látið vera
að skilja nokkurn eftir, ég get skilið húslykilinn eftir hjá manni, sem
á heima við hliðina á okkur, og falið honum umsjón með húsinu, þar
sem hann er starfsmaður okkar, og húsbændurnir hafa leyfi til að fara
hvert sem þeir vilja, það gera líka allir.
Nótabrúk Hommersands með jaktirnar „Viva“ og „Svanen“ hafði
bækistöð á Norðfirði; þann 17. ágúst fær Nielsen hraðboð um að þeir
hafi fengið í lás um 800 tunnur síldar; 300 tunnur hafa verið saltaðar.
Sama dag sendir hann boðin áfram til Kphlers með „Rebekka“ frá
Mandal, sem á að fara til Björgvinjar með síld, „bréfið er skrifað í
miklum flýti, því skonnortan Rebekka liggur með þanin segl.“2
Fimm dögum síðar kom „Viva“ til Seyðisfjarðar með Norðfjarðar-
síldina til affermingar í húsið, það reyndust aðeins 672 tunnur saltsíldar.
En Nielsen sendi „Viva“ heim með síldarfarminn. Best er að selja
hann sem fyrst, því ef vel aflast í Norður-Noregi og Skotlandi, fellur
verðið. - Veikur maður fær far heim með „Viva“, „mjög reglusamur
°g ráðvandur rnaður," skrifar Nielsen. „Hann hefur haft blóðspýting
í 4 vikur, og sóttin hefur elnað. Hann óskar að komast heim, og það
1 Skjöl Amlies.
Skjöl Köhlers.
8: