Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 120
118
MÚLAÞING
er líka best, líklegt að ævidagar hans verði ekki margir, það er Gullik
Olsen, sem hefur unnið sér inn kr. 9.51.“'
Öll nótalögin, sem bækistöðvar hafa á Seyðisfirði, taka sinn hlut af
sumarsíldinni í ágúst. Um miðjan mánuðinn liggja 9 norskar seglskútur
á firðinum, þá kemur líka gufuskipið „Bravo“ frá Björgvin. Á einni
viku sigla margir heim með síldarfarm, skonnortur Jacobsens og Lunds
„Rebekka“ og „Gazellen", galías Nagells „Sensus", og galías Svend-
sens „Bethanía“. En Otto Wathne lætur gufuskipið „Bravo“, halda
kyrru fyrir uns fengist hefur fullfermi.2
Hingað til hefur síldveiði verið meiri í Eskifirði, eins og Th. P.
Nielsen skrifar: „Eskifjörður er blóminn í sumarveiðunum.“ Um miðj-
an ágúst höfðu alls veiðst yfir 10.000 tunnur í Eskifirði og Reyðarfirði,
þar af hafði Lehmkuhl fengið 2.000 - 3.000 tunnur.3 Þegar 25. ágúst
kom gufuskipið „Axel“ til Björgvinjar með 1.900 tunnur síldar frá
Eskifirði. Samtímis héldu nokkur Haugasundsskip heimleiðis með síld-
arfarm þaðan: galíasarnir „Skaanevig“, „Sylfiden“, „Kaperen“, jakt-
irnar „Astræa“ og (í annað sinn) „Elísa“.4
Síldin, sem veiddist í ágúst, er „framúrskarandi að gæðum.“5 Fyrir-
tæki Jahns og Nilsens í Hamborg fær strax áhuga og skrifar Köhler 4.
september: „Ef vara yðar er kaupmannssíld og feit eru allar horfur á
að við getum greitt yður 38 mörk (ef til vill 40 mörk). Við búumst við
að síldin verði því vænni og feitari sem lengra líður fram á árið.“6 f
Björgvin var síldarpartí selt á 24 krónur tunnan. Þegar 4. september
fóru tvö skip frá Björgvin til Svíþjóðar og höfðu m. a. meðferðis 116
og 58 hl. af Íslandssíld.7
Th. P. Nielsen skrifar 23. ágúst: „Álitið er að sumarveiðinni sé nú
lokið, og nú hljótum við að bíða vongóðir eftir haustsíldinni, sem að
allra sögn hér mun koma í lok september, eða í byrjun október.“ En
„enginn þekkir leið síldarinnar í sjónum, eða veg mannsins til konu
sinnar," segir gamalt máltæki.
Snemma í september gengur mikil síld í Seyðisfjörð. Haga, nótabassi
Kphlers, gengur í félag við „Strilenótabassana“ (nótalag Lars Berent-
sens) og á einni viku fá þeir í lás 9.500 tunnur. Nielsen sendir hraðboð
1 Skjöl Köhlers.
2 B. T. ágúst 1880.
3 Skuld, Eskifirði 14. 8. 1880.
4 K.posten ág. - sept. 1880.
5 K.posten 20. 8. 1880.
6 Skjöl Kphlers.
7 B. T. 1. 9. og 4. 9. 1880.