Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 121
MULAÞING
119
til Norðfjarðar eftir Hommersand og hann kemur róandi næsta dag
með alla bátana og næturnar, en „Virgo“ og „Svanen“ liggja þar áfram
vegna logns. í bréfi til Kóhlers 9. september segir Nielsen, að þeir taki
upp síld daglega og salti í húsinu. Skonnorturnar „Thor“ og „Ansgar-
ius“ fá strax hleðslu. Wathne og Svendsen hafa fengið mikið af síld,
en urðu uppiskroppa með tunnur, svo þeir seldu hluta aflans fyrir 9
krónur strokktunnuna söltunarskipum Kphlers „Ladegaard“ og
„Skulda“. „Ég hef til umráða um 3.000 tómar tunnur,“ skrifar Nielsen,
„þess vegna verðið þér að senda okkur eins og þér áður höfðuð lofað,
tunnur, salt og vistir og peninga, ég hef 5 daglaunamenn (verkamenn)
og þeir fá 3 krónur á dag og fæði - geysileg daglaun. Ef unnt er vildi
ég gjarnan fá einn eða tvo beykja senda.“
Enn varð hlé á veiðunum, síldin gekk ekki að landi svo unnt væri
að kasta. Nielsen kvelst af „ógurlegum heilabrotum". En „loks, lof sé
guði, var bæn mín og þrá uppfyllt. Aðfaranótt átjánda læsti Haga í
félagi við hérverandi nótalag Berentsens um 2.500 tunnur síldar, síðan
höfum við haldið áfram móttöku hér í húsinu eftir því, sem þeir hafa
tekið úr nótinni, hver sinn hlut.“'
Á sama hátt heldur veiðin einnig áfram á Norðfirði, Mjóafirði og
Eskifirði. Mörg skip eru lestuð og halda heim í september með síld.
Tvisvar sendir Ottó Wathne gufuskipið „Bravo“ til Björgvinjar, 10.
september með 1.448 tunnur síldar, og 29. september með 1.500
tunnur. Tvisvar fer „Vaagen“ með síldarfarm til Kphlers (um 1.400
tunnur) frá Norðfirði og Seyðisfirði. Um miðjan mánuðinn fer gufu-
skipið „Axel“ að nýju frá Eskifirði til Björgvinjar með 1.714 tunnur.
Á sama tíma siglir galías „Alfen“ og jaktin „Freya“ frá Seyðisfirði,
frá Norðfirði skonnortan „Anny F0yen“, frá Eskifirði skonnortan
„Vingolf", galías „Skaanevig“ (í annað sinn), jaktirnar „Br0drene“,
„Flora“ og (í annað sinn) „Astræa". í Björgvin selst nú síldin kverkuð
á 23 kr. og ókverkuð á 22 kr. hver tunna.2
Briggskipið „Hilda“ kom til Skudeneshavn frá íslandi 21. september
með 1.623 tunnur síldar. Tunnunum var skipað upp í sjóhúsi Sigvart
Waage, síldin kverkuð „og að öðru leyti gerð útskipunarhæf.“ Svo er
tunnunum aftur „stíað“ um borð í „Hilda“, nú aðeins 1.306 talsins,
mismunurinn fór til fyllingar. Og briggskipið heldur aftur úr höfn,
„ákvörðunarstaður við Eystrasalt.“3
1 Skjöl Köhlers.
2 B. T. og K.posten sept. - okt. 1880.
3 Sk. neshv. tollb.