Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Blaðsíða 123
MÚLAÞING
121
frá Leirvík er tollafgreiddur í Björgvin 1. nóvember með 1030 tunnur
af Íslandssíld.1
Th. P. Nielsen skrifar frá Seyðisfirði 30. september, að „einmitt nú
þegar ég var að enda við bréfið, kom boð um að nótalag Haga og
Berentsens hefðu í kvöld fengið síld í lás, magn óþekkt, okkar tími
sýnist kominn, guði sé lof.“ Það er sjálf haustvertíðin, sem nú hefst.
Eftir því sem líður á október koma fleiri og fleiri skip til Björgvinjar,
Haugasunds og Stafangurs með mikla síldarfarma frá íslandi. Síldin
er „afbragð að gæðum“: Þetta er að minnsta kosti „hin eiginlega stórsíld
eða Islandssíldin.“ Stafangursblöðin geta sagt að „leiðangrarnir frá
verslunarfyrirtækjunum hér hafi gert mjög góða ferð.“ Þau lýsa Seyð-
isfirði þar sem Stafangursmenn hafa söltunarstöðvar sínar. Fjörðurinn
skerst fáeinar mílur inn í landið, hann er alveg lokaður frá hafinu
umgirtur háum fjöllum, afbragðs höfn, en hér koma oft ofsalegir storm-
ar af fjöllunum. Síldartorfurnar streyma inn eftir fjarðarbotninum,
hvalavöður reka á eftir torfunum svo að þær dreifa sér og leita upp á
yfirborðið, og eru þá auðveiddari í næturnar. „Síldarlásar Stafangurs-
manna eru að heita má rétt utan við sjóhúsdyr þeirra.“2
Jacobsen og Lund síma til Mandal 5. okt., að félagið hafi fram að
þessu veitt 3.000 - 4.000 tunnur síldar, og horfurnar séu svo góðar,
að þeir hafi hlaðið gufuskip, sem fara skal frá Björgvin til Seyðisfjarðar
með tunnur og salt.3
Samlag Berentsens og Kphlers hefur fengið mikla síld. Hinn 10.
október eiga þeir enn 6.000 tunnur í lás, skrifar Nielsen. Þar að auki
er Hommersand kominn með nótalag sitt frá Norðfirði, og kvöldið 9.
október tóku þeir 2.500 - 3.000 tunnur í lás. Það þarf tíma til að vinna
þetta upp. Nielsen hefur alls fengið 1.400 tunnur í salt, 1.000 þeirra
hafa verið slegnar til og eru fullbúnar. „Á morgun verða báðar nætur
okkar teknar á land og settar í húsið og „Svanen" og „Ladegaard“,
við munum vinna af alefli að öllum verkum. Sendið tunnur, salt, vistir,
peninga og tvo beykja. Þessar línur eru sendar með skonnortunni
„Thor“, sem leggur af stað á morgun (11. okt.) til Haugasunds.“ -
Hinn 13. október sendir Nielsen enn nokkrar línur, nú með gufuskipinu
„Bravo“, sem fer þriðju ferðina til Björgvinjar með 1.450 tunnur síldar.
Hann hefur nú saltað í 1.700 tunnur, þar að auki í 300 tunnur á
„Svanen“. Hommersand hefði átt að vera kominn hingað fyrr, skrifar
1 B. T. okt. - nóv. 1880.
2 Stavangers Amtstidende 9. 10. 1880.
3 B. T. 13. 10. 1880.