Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 124
122
MÚLAÞING
Nielsen, en „hér féll á tveimur dögum svo mikill snjór, að ég kom ekki
hraðboði yfir fyrr en eftir 4 daga.“ Haga kvartar yfir nótunum, þær
eru of fyrirferðarmiklar og fæla síldina af því að þær eru ekki barkaðar.
Nielsen hefur fengið skilaboð um að hann geti lánað forstjóra Henriks
Svendsen tunnur í nokkra daga. Kvöldið eftir er skrifað neðan undir
bréfið, að hér hafi fengist mikil síld, margir lásar, og mikill skortur er
á salti og tunnum.
Skúturnar, sem héldu snemma heim með sumarsíld, eru komnar
aftur með nýjar birgðir af salti og tunnum. Gufuskipin í föstum ferðum
hafa farið oft á milli landanna, heim með síld og aftur til íslands með
salt og tunnur. En alltaf er þörf fyrir meira. í október var mikið af
salti og tunnum flutt með gufuskipi til Austfjarða. Frá Stafangri koma
hið nýja gufuskip Henriks Svendsen „Alf“ og skip Berners „Trofast“,
frá Björgvin „Dagmar“ og „0stersj0en“, sem N. J. Michelsen á,
„Bergen“ í eigu Aug. Konow „Sylphiden“, sem Aug. C. Mohr á, frá
Kristjánssundi kemur „Dido“ og frá Haugasundi Kristjaníugufuskipið
„Varna11.1
Vikan 15. - 22. okt. líður við linnulausar veiðar. Bændurnir hafa
rekið sláturfénað sinn til verslunarstaðanna, og nú vilja þeir gjarnan
komast í síldarvinnu. Hér er rúm fyrir alla, karla og konur, og þau fá
gott kaup, dugleg stúlka getur komist í 10 krónur á sólarhring við
síldarsöltun. Margar seglskútur eru fermdar og létta akkerum. Frá
Eskifirði fer í 2. sinn galías „Sylphiden“ til Haugasunds, frá Norðfirði
fara jaktirnar „Nordstjernen“ og „Rapid“ til Skudeneshavn. En mest
er annríkið á Seyðisfirði. Þaðan sigla nú til Björgvinjar galías „Haabet“
og skonnortan „Eliezer“, til Stafangurs „Hinden“, galías í eigu
Tormings, skonnorta Berentsens „Ansgarius“ (í annað sinn), skip
Kphlers jaktirnar „Svanen“ galías „Skulda“ og skonnortan „Lade-
gaard“. Mörg gufuskip eru lestuð og búin til siglingar í sömu lotu; á
Eskifirði „Axel“, gufuskip Lehmkuhls til Björgvinjar, á Seyðisfirði
gufuskipin „Vaagen“, „Alf“ og „Trofast" frá Stafangri.2
Gufuskipið „Alf“ kom til Stafangurs 27. október. Heimferðin tók 4
daga í hægu veðri. Kiddelsen skipstjóri sagði, að þegar þeir fóru frá
Seyðisfirði, hafi verið þar í lásum 16.000 - 18.000 tunnur og var lás
við lás alveg inn í fjarðarbotn á svo öruggum stöðum að veiðin kæmist
væntanlega í tunnurnar. A firðinum lágu þá 6 gufuskip og margar
seglskútur, þar af 18 frá Haugasundi, sumar komnar frá Eskifirði.
1 B. T. og K.posten okt. - nóv. 1880.
2 B. T. og K.posten okt. - nóv. 1880.