Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1985, Síða 126
124
MÚLAÞING
ber kemur galías Arne Lothes „Jon Sigurdsson“ og jaktin „Elisa“,
jaktir Sundfdrs „Aarvak“ og „Enigheden“ og galíasinn „Oscar“,
„Gr0nningen“ galías Jacobsensbræðra, og Flordjaktin „Gyda“ til
Elaugasunds. Um leið eru galías Lehmkuhls „Rap“ og jaktin „Anna“
tollafgreidd í Björgvin með salt og notaðar nætur að veiðum loknum.
Með skútunum frá Eskifirði halda frá Mjóafirði galías „Br0drene“ til
Veavág og galías „Alliance" til Kopervik.1
Aðeins á Seyðisfirði heldur veiðin óhindrað áfram. Hér eru nú m. a.
leiðangrar Haktor Enes og O. A. Knudsens, þeir eru í félagi og ná
nokkru af síld í lás í lok október. - Til fyrirtækis Kphlers kemur sænska
gufuskipið „Sven Renstr0m“ með salt og tunnur. Það er fermt eftir
strand „Viva“. - Allan hinn dimma, kalda og veðrasama nóvember-
mánuð erfiða fiskimenn og verkafólk við að taka upp síld og salta,
hörkuerfiði dag og nótt. Gufuskip eru fermd eitt af öðru. Gufuskipið
„Bravo“ kemur til Björgvinjar 13. nóvember með 1452 tunnur síldar,
tekur síðan tómar tunnur og salt og leggur af stað 17. nóvember í
fimmtu íslandsferð sína, þar með hefur „Bravo“ og J. Smeby, skipstjóri
sett met það árið. Annars halda í þessum mánuði frá Seyðisfirði til
Björgvinjar gufuskipin „Norma“, „Bergen“, „Thule“, „0stersj0en“,
„Sylphide“, „Elgen“ og „Varna“ með samtals 15.571 tunnu síldar, og
til Stafangurs fara gufuskipin „Idræt“ og „Kong Oscar“ með samanlagt
2.706 tunnur.2
Síðustu seglskúturnar frá Seyðisfirði verða seinar fyrir. Galías Halle-
lands „Baltic“ og galías Nagalls „Ansgar“, eru tollafgreiddir í Haugasundi
með síldarfarm 21. nóvember. Jaktir Kóhlers, „Flora“ og „Virgo“ koma
til Álasunds um 1. desember og sigla heim með ströndinni. Galías Berent-
sens „Affaire" tekur land við Haugasund og nær heim til Stafangurs 6.
desember með 924 tunnur síldar. Síðustu Haugasundsskútumar koma
heim frá íslandi 4. - 9. desember: galíasar Haktors Enes „Embla“ og
„Kaperen“, galíasar O. A. Knudsens „Regres“ og „Ida“, og „Dina“
nýkeypt jakt P. Amlies og C. Apelands, allar með síldarfarma.3
Alls varð afrakstur norsku leiðangranna á íslandi þetta árið 115.000
tunnur síldar. Yfir 25.000 tunnur fengu þeir á Eskifirði og yfir 70.000
tunnur á Seyðisfirði, þar fóru nokkrir síldarlásar forgörðum í illviðri
í nóvember, en þá var síldin mögur. Áður var haustsíldin falleg og
feit, og 33 - 35 sentimetrar að lengd.
1 B. T. og K.posten nóv. 1880. Sk. neshvn. tollb.
2 B. T. nóv. 1880.
3 Skjöl Amlies, B. T. og K.posten nóv. - des. 1880.